Styrkumsókn frá Aflinu vegna rekstarársins 2019

Málsnúmer 201810069

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 223. fundur - 13.11.2018

Tekið var fyrir erindi frá Aflinu, Samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldis dags. 15.10 2018. Aflið óskar eftir stuðningi við starf sitt fyrir rekstrarárið 2019. Aflið hefur starfað frá árinu 2002. Þjónusta Aflsins er fyrir öll þau sem beitt hafa verið kynferðis - og/eða heimilisofbeldi í sinni víðustu mynd auk þess sem til Aflsins hafa leitað margir þolendur eineltis og vanrækslu. Aflið býður einnig upp á ráðgjöf fyrir aðstandendur. Starfsemi Aflsins gagnvart skjólstæðingum sínum byggir á einkaviðtölum, hópavinnu og forvörnum. Aflið sinnir forvörnum í fræðslu í grunn- og framhaldsskólum, Háskólanum á Akureyri og öðrum stofnunum og fyrirtækjum. Þjónusta Aflsins er veitt brotaþolum og aðstandendum að kostnaðarlausu. Alls voru veitt 1403 viðtöl á árinu 2017. Á yfirstandandi ári lækkaði framlag til samtakanna frá ríkissjóði um rúm 30% eða 4,5 milljónir. Hefur rekstur Aflsins og starfsemi því dregist saman og áherslan hefur verið lögð á grunnþjónustu við þolendur. Öll framlög til Aflsins eru vel þegin.
Félagsmálaráð tekur jákvætt í erindið og telur mikilvægt að styðja við slíka starfsemi á Norðurlandi. Þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitinum á fjárhagsáætlun félagsmálasvið leggur félagsmálaráð til við byggðarráð að styrkja samtökin um sömu upphæð og á síðasta ári eða alls kr. 100.000,-

Byggðaráð - 888. fundur - 29.11.2018

Á 223.fundi félagsmálaráðs þann 13.11.2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið var fyrir erindi frá Aflinu, Samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldis dags. 15.10 2018. Aflið óskar eftir stuðningi við starf sitt fyrir rekstrarárið 2019. Aflið hefur starfað frá árinu 2002. Þjónusta Aflsins er fyrir öll þau sem beitt hafa verið kynferðis - og/eða heimilisofbeldi í sinni víðustu mynd auk þess sem til Aflsins hafa leitað margir þolendur eineltis og vanrækslu. Aflið býður einnig upp á ráðgjöf fyrir aðstandendur. Starfsemi Aflsins gagnvart skjólstæðingum sínum byggir á einkaviðtölum, hópavinnu og forvörnum. Aflið sinnir forvörnum í fræðslu í grunn- og framhaldsskólum, Háskólanum á Akureyri og öðrum stofnunum og fyrirtækjum. Þjónusta Aflsins er veitt brotaþolum og aðstandendum að kostnaðarlausu. Alls voru veitt 1403 viðtöl á árinu 2017. Á yfirstandandi ári lækkaði framlag til samtakanna frá ríkissjóði um rúm 30% eða 4,5 milljónir. Hefur rekstur Aflsins og starfsemi því dregist saman og áherslan hefur verið lögð á grunnþjónustu við þolendur. Öll framlög til Aflsins eru vel þegin.
Félagsmálaráð tekur jákvætt í erindið og telur mikilvægt að styðja við slíka starfsemi á Norðurlandi. Þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitinum á fjárhagsáætlun félagsmálasvið leggur félagsmálaráð til við byggðarráð að styrkja samtökin um sömu upphæð og á síðasta ári eða alls kr. 100.000,-"

Til umræðu ofangreint.
Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2019 var samþykkt við síðari umræðu í sveitarstjórn 20. nóvember s.l. Þar var ekki gert ráð fyrir styrk til Aflsins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkja Aflið um kr. 100.000 vegna rekstrar á árinu 2019 og verði það tekið af lið 02-80-9145, rekstrarstyrkir til félagasamtaka.

Byggðaráð beinir því til Aflsins að umsóknir um styrki berist fyrr að haustinu svo hægt sé að taka erindið til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs.

Byggðaráð beinir því til félagsmálaráðs að gera ráðstafanir við næstu fjárhagsáætlunargerð til að mæta slíkum umsóknum sem það telur að séu í forgangi.