Byggðaráð

1045. fundur 20. október 2022 kl. 13:15 - 19:13 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Innviðaráðuneytinu; Beiðni um útkomuspá 2022

Málsnúmer 202210059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 12. október 2022, þar sem með tilvísun til 79. gr. sveitarstjórnalaga nr. 138/2011, óskar eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga eftir að henni berist útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2022 samhliða fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 sem er lögð fyrir sveitarstjórn í lok október skv. 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnalaga. Óskað er eftir að útkomuspáin og fjárhagsáætlun 2023, eins og hún verður lögð fyrir sveitarstjórn, berist eigi síðar en 1. nóvember nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna útkomuspá / heildarviðauka III 2023 samhliða frumvarpi að fjárhagsáætlun 2023.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Byggðaráð fór yfir eftirfarandi gögn;
Yfirlit yfir beiðnir um búnaðarkaup í samanburði við áætlanir.
Yfirlit yfir tillögur að fjárfestingum og framkvæmdum 2023-2026.
Yfirlit yfir tillögu að viðhaldi Eignasjóðs 2023.
Yfirlit yfir niðurstöðu launaáætlunar 2023 í samanburði við launaáætlun 2022 og stöðugildi.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu einnig nýjustu tillögur að starfsáætlunum frá fagsviðum ásamt fylgigögnum.

Á fundinum var unnið að breytingum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum gögnum til gerðar fjárhagsáætlunar í fjárhagsáætlunarlíkani.

3.Gjaldskrár 2023; frá fagráðum

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Á fundinum var farið yfir tillögur frá fagráðum og stjórnendum vegna breytinga á gjaldskrám á milli ára.


Lagt fram til kynningar.

4.Ákvörðun um álagningu fasteignaskatts - og gjalda árið 2023

Málsnúmer 202208117Vakta málsnúmer

Á 1038. fundi byggðaráðs þann 15.september sl. var farið yfir fyrstu prufuálagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda 2023. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ný prufuálagning fasteignaskatts og fasteignagjalda 2023 sem unnin er af deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar út frá nokkrum forsendum sem byggðaráð óskaði eftir.

Lagt fram til kynningar.

5.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga

Málsnúmer 202210046Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 11. október sl. þar sem fram kemur að Hag- og upplýsingasvið hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2022 og 2023. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 7,7% á milli ára 2022 og 2023.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að staðgreiðsluáætlunin verði höfð til hliðsjónar við áætlun útsvars Dalvíkurbyggaðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023.

6.Tilboð/ samningur í ráðgjöf vegna starfsmannamála

Málsnúmer 201802073Vakta málsnúmer

Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um endurskoðun á erindisbréfi fyrir Eineltisteymi Dalvíkurbyggðar. Megin breytingin felst í því að ef upp koma mál sem falla undir stefnu Dalvíkurbyggðar og viðbragðsáætlun um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi þá sé leitað til ráðgjafafyrirtækis og málið sett þannig í ferli. Hlutverk Eineltisteymis Dalvikurbyggðar verði því fyrst og fremt í formi forvarna og fræðslu fyrir starfsmenn og kjörna fulltrúa. b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð frá Attentus í ráðgjöf til Dalvíkurbyggðar vegna viðkvæmra mála sem upp geta komið, til dæmis vegna eineltis, áreitis eða ofbeldis.a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofnagreinda tillögu að breytingum á erindisbréfi. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Attentus á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært tilboð með breytingum á uppsagnarákvæði og endurskoðun samnings sem og breytingar á ákvæði um endurskoðun á fyrirkomulagi verks.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tilboð og samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Erindi til sveitarstjórnar frá Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 202210016Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands,dagsett þann 30. september sl., en barst í tölvupósti 5. október sl., þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi Dalvíkurbyggðar við Flugklasann Air66N. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins með framlagi sem nemur kr. 300 á hvern íbúa árin 2023-2025. Sem fylgigagn er einnig í viðhengi minnisblað um hvaða aðilar koma markaðssetningu á Akureyrarflugvelli og þar með því verkefni að opna fleiri gáttir inn í landið.
Fulltrúar Markaðsstofunnar eru tilbúnir að koma á fund sveitarstjórnar til að ræða starf Flugklasans og svara spurningum, sé þess óskað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áframhaldandi stuðningi við Flugklasann
Í tillögu að fjárhagsáætlun 2023 er gert ráð fyrir framlagi til Flugklasans, kr. 585.342 sem dekkar ofangreint framlag (kr. 573.000).
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Skýrsla Flugklasans Air 66N - 2022

Málsnúmer 202204083Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Flugklasans fyrir 9. apríl - 30. september 2022.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar; haustfundur ALMEY, fundargerð, samstarfssamningur

Málsnúmer 202209104Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar, rafpóstur dagsettur þann 23. september sl., þar sem meðfylgjandi er nýsamþykktur samstarfsssamningur ásamt rekstraráætlun fyrir árið 2023 sem samþykkt var á haustfundi ALMEY 21. september sl.
Lagt fram til kynningar í byggðaráði og vísað áfram til umhverfis- og dreifbýlisráðs til upplýsingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa samningsdrögunum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202210038Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 10. október sl., þar sem fram kemur að Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hefur ákveðið að halda skuli aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga þann 11. nóvember nk. Ef sveitarfélög hafi áhuga á að ganga í Samtök orkusveitarfélaga þarf að senda erindi þess efnis til stjórnar samtakanna þannig að hægt sé að taka erindið fyrir á aðalfundi sbr. samþykktirnar 11. nóvember en þann dag klukkan 13:00 verður aðalfundur samtakanna haldinn í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá 2. fundi skipulagsráðs þann 03.10.2022; Kvörtun vegna starfsemi hausaþurrkunar Samherja

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Á 2. fundi skipulagsráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Í erindi, dagsett 18. ágúst 2022, óskar Kristján Vigfússon eftir því að tekin verði til formlegrar afgreiðslu kvörtun hans um ólykt frá hausaþurrkun Samherja ásamt svörum við eftirfarandi spurningum: Hér með er kvartað undan megnri ólykt frá fiskþurrkun Samherja staðsettri á Dalvík að Ránarbraut sem berst yfir bæinn og þar með inn í íbúabyggð og skerðir loftgæði og lífsgæði íbúanna. Vísað er í Lög nr. 7/1998 5.1 um hollustuhætti og mengunarvarnir en markmið laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir er að tryggja landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi. Í 5. gr. laganna segir að atvinnurekstur sem geti haft í för með sér mengun skuli hafa gilt starfsleyfi. Samkvæmt sömu lögum skulu vera í starfsleyfum ákvæði sem tryggi að atvinnurekstur sé þannig úr garði gerður að allar viðeigandi mengunarvarnir séu viðhafðar og að beitt séu bestu fáanlegu tækni. Þar kemur skýrt fram að mengun taki einnig til ólyktar. Einnig er vísað til reglugerðar nr. 785/1999 en í almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi eru ákvæði um lyktarmengun. Þessi ákvæði eru útfærð nánar í sértækum skilyrðum fyrir starfsemi þar sem hætta er á lyktarmengun. Auk þessa er vísað til reglugerðar nr. 787/1999 um loftgæði fyrir íbúa landsins en þessi reglugerð gerir körfur til fyrirtækja um að reykur, ryk og loftmengun sem eru lyktarmiklar valdi ekki óþægindum í næsta umhverfi. Þar segir einnig að þeir sem falla undir gildissvið reglugerðarinnar eigi að halda loftmengun í lágmarki og viðhalda þeim gæðum sem felast í hreinu og ómenguðu lofti. Að lokum er vísað til ákvæða Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og tilmæla Sameinuðu Þjóðanna um að íbúar geti notið bestu loftgæða hvar sem þeir búa, sjá; https://sustainabledevelopment.un.org/partnership/?p=7396 http://www.euro.who.int/en/health-topics/environment-and-health/air-quality Óskað er eftir að Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar bregðist við þessari kvörtun í samræmi við lög og reglugerðir sem vísað er til hér að ofan og svari beiðni þessari innan lögbundins frests. Auk þessa er óskað svara við eftirfarandi en bæjarstjórn ber ábyrgð á eftirfylgni og framkvæmd sé háttað samkvæmt lögum og reglum gagnvart íbúum og er þannig eftirlitsaðili íbúa gagnvart heilbrigðiseftirliti Norðurlands: - Hefur verið óskað eftir endurbótum á lyktarmengun frá starfseminni og þá hverjum ? og hvernig hefur fyrirtækið bætt úr? og hefur verið staðið við tímafresti af hálfu fyrirtækisins? ? Hefur bæjarstjórn óskað eftir úrbótum vegna lyktarmengunar frá fyrirtækinu ? Hefur verið fjallað um hvort að staðsetning lyktarmengandi fyrirtækis sé viðeigandi fyrir íbúa í næsta nágrenni? - Hefur verið gert áhættumat gagnvart lykt og skilgreint ferli þekktra lyktaruppspretta? Hefur bæjarfélagið látið eða óskað eftir kortlagningu á útbreiðslu lyktar eða látið reikna/meta líkur á lyktamengun í umhverfinu bæði í venjulegum rekstri og þegar stærri ófyrirséð rekstrarvandmál eiga sér stað? - Hefur verið útbúinn viðbragðsáætlun sem lýsir viðbrögðum við frávikum og kvörtunum sem lýsir hvernig samskiptum skal háttað við nágranna og aðra hagsmunaaðila en það geta komið upp frávik í venjulegum rekstri sem geta leitt til mikillar lyktar. - Hefur verið unnin samskiptaáætlun um hvernig nágrannar eru upplýstir um mögulega lykt í nærumhverfi þeirra hér á Dalvík. - Hefur verið sett upp samskiptaáætlun um hvernig íbúar geta tilkynnt um lykt frá starfseminni. - Hefur verið sett upp ferli til að taka móti kvörtunum og skilgreind viðbrögð við þeim? - Hvernig telur bæjarfélagið að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands hagi eftirliti vöktun og stórn á lyktaruppsprettum frá fiskþurrkuninni?- - - Fer fram farm reglulegt lyktarskynmat með því að þefa af loftinu með stöðluðum vinnubrögðum þar sem niðurstaða er skráð niður eftir sérstöku kerfi. - Er haldið utan um lyktarútbreiðslu og hún ákvörðuð með tölvulíkani líkt og ber að gera og hefur bæjarfélagið þær upplýsingar ? - Er gerð árleg skýrsla þar sem farið er yfir kvartanir sem hafa borist um starfsemina ásamt því að lýsa niðurstöðum innra eftirlits, þar sem fram kemur hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar og hvað er áætlað að gera til að draga úr lykt? Skipulagsráð vísar til þess að í nýju aðalskipulagi sé sett fram umhverfisstefna um mengandi starfsemi og vísar erindinu til umræðu í byggðaráði. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela starfsmönnum framkvæmdasviðs að taka saman drög að svarbréfi í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra fyrir næsta reglulegan fund sveitastjórnar.

12.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, 913. fundur stjórnar.

Málsnúmer 202201071Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 913 frá 28. september sl.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:13.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs