Menningarráð

38. fundur 30. maí 2013 kl. 13:00 - 16:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Þóra Rósa Geirsdóttir
  • Hlín Torfadóttir
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Bakkabræðrasetur

Málsnúmer 201304089Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að samningi Dalvíkurbyggðar við Bakkabræðrasetur um leigu á hluta húsnæðis Sigtúns sem og samstarfssamningur  sem Leikfélag Dalvíkur og Bakkabræðrasetur hafa gert sín á milli. Formaður Menningarráðs og sviðsstjóri fóru yfir vinnuferlið og stöðu mála. Jafnframt var upplýst að um á næstu dögum verður gerður nýr húsaleigusamningur við Leikfélagið um þann hlutu Sigtúns sem það hefur til umráða sem og um frístandandi bílskúr á baklóðinni. Menningarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

2.Stefnumótun í menningarmálum fyrir sveitarfélög á starfssvæði Eyþings.

Málsnúmer 1206078Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi drög að stefnumótun í menningarmálum á starfssvæði Eyþings unnin er að menningaráði Eyþings. Stefnan er hluti af svæðisbundinni sóknaráætlun 20/20.  Menningarráð gerir ekki athugasemdir en óskar eftir að byggðaráð taki stefnuna til umfjöllunar sér í lagi sjöunda lið stefnunnar.

3.Framtíðarnýting á Ungó og Sigtúni

Málsnúmer 201212038Vakta málsnúmer

Teknar voru til umræðu kvikmyndavélar sem eru á 2. hæð í Ungó. Eina leiðin til að ná þeim heilum út úr húsinu er að taka þær upp í gegnum þakið en viðgerð á þakinu er í bígerð.Hins vegar liggur ekki fyrir endanleg greining hvort mögulegt sé en að nýta þær. Menningarráð óskar eftir að við endurbætur sem nú standa fyrir dyrum verði gert ráð fyrir almennum kvikmyndasýningum, þ.e. sýningartjaldi og rafmagni fyrir sýningarvél.Menningarráð frestar því að taka ákvörðun um mögulega breytingu á staðsetningu vélanna.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Þóra Rósa Geirsdóttir
  • Hlín Torfadóttir
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs