Menningarráð

34. fundur 09. janúar 2013 kl. 08:15 - 10:15 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Þóra Rósa Geirsdóttir
  • Hlín Torfadóttir
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Framtíðarnýting á Ungó og Sigtúni

Málsnúmer 201212038Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu Kristján Guðmundsson formaður Leikfélags Dalvíkur og Jenný Heiðarsdóttir.Rætt var um hvaða starfssemi færi vel með starfsemi Leikfélagsins í Ungó. Nú er á fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun að gera húsnæðið upp að utan og eru aðilar sammála um mikla möguleika Ungó og Sigtúns og að mikilvægt sé að nýta húsnæðið allan ársins hring.Klukkan 08:40 kom Kristín Aðalheiður Símonardóttir og sat fundinn undir þessum lið.Rætt var um möguleika þess að Sögusetur Bakkabræðra yrði í Ungó sem og upplýsingamiðstöð og jafnframt yrði andyri leikhússins stækkað eins og stefnt hefur verið að frá kaupum á Sigtúni. Bæði leikfélagið og Kristín Aðalheiður f.h. Sögusetursins finnst samvinnan afar spennandi og sjá hana ganga upp. Menningarráð óskar eftir því við stjórn Leikfélagsins að það kynni hugmyndir fyrir stjórn og leiti frekari hugmynda. Jafnframt leggur Menningarráð til við bæjarstjórn að leigendum í Sigtúni verði sagt upp leigu á húsnæðinu en þegar hefur leikfélagið hluta hússins í notkun. Frekari umræða um framtíðarnýtingu Ungó/Sigtúns verður haldið áfram á málþingi Menningarráðs um menningarstefnu Dalvíkurbyggðar sem áætlað er að halda í febrúar og ákvörðun um framtíðarnýtingu hússins liggi fyrir í vor.

2.Endurskoðun á leigusamningi við Náttúrusetrið á Húsabakka.

Málsnúmer 201212037Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Hjörleifur Hjartarson og Trausti Þórisson á fundinn fyrir hönd stjórnar Náttúrusetursins á Húsabakka ses.Farið var yfir rekstur félagsins og framþróun sýningarinnar. Stjórn Náttúrusetursins óskar eftir að samningur um húsnæðið verði gerður til fimm ára. Menningarráð felur sviðsstjóra að ganga frá framlengingu á húsaleigusamningi við Náttúrusetrið ses til þriggja ára en nú mun Náttúrusetrið greiða kostnað við hita og rafmagn.

3.Grænlandssýningin

Málsnúmer 201212042Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, fostöðumaður Hvols á fund ráðsins.Íris Ólöf sagði frá fyrirhugaðri Grænlandssýningu safnsins en vel hefur gengið að afla styrkja til verksins og stefnt er að opnun sýningarinnar verði 2. júní.  Sýningin verður á 1. hæð í Hvoli. Settur hefur verið á laggirnar starfshópur sem mun starfa með safnstjóra að undirbúningi sýningarinnar.

4.Menningarstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201211032Vakta málsnúmer

Stefnt er að íbúafundi um menningarmál miðvikudaginn 27. febrúar klukkan 16:00 Nánar auglýst síðar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Þóra Rósa Geirsdóttir
  • Hlín Torfadóttir
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs