Byggðaráð

746. fundur 17. september 2015 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 268. fundi umhverfisráðs og 37. fundi veitu- og hafnaráðs; Vegna fjárhagsáætlunargerðar 2016 - fasteignagjöld.

Málsnúmer 201507003Vakta málsnúmer

Á 268. fundi umhverfisráðs þann 14. september s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Umhverfisráð hefur kynnt sér málið og frestar afgreiðslu þar til niðurstaða fæst úr úttekt og samanburði á tekjum og þjónustu sveitarfélaga, sem ákveðið var af byggðarráði að láta vinna fyrir sveitarfélagið."



Á 37. fundi veitu- og hafnaráðs þann 9. september s.l. var eftirfarandi bókað:

"Erindi frá 744. fundi byggðarráðs. Umræður urðu um erindið. Lagt fram til kynningar."
Lagt fram til kynningar.

2.Frá 268. fundi umhverfisráðs og 53. fundi menningarráðs; Erindi vegna fjárhagsáætlunar 2016.

Málsnúmer 201507046Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:05 vegna vanhæfis.



Á 53. fundi menningaráðs þann 7. september 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Dalvíkur vegna viðhalds á kjallara ungó. Leikfélagið hefur boðist til að leggja fram vinnu við endurbæturnar og lýsir menningarráð ánægju sinni yfir því. Eins og fram kom í skýrslu og tillögum vinnuhóps um Ungó þá er mjög aðkallandi að laga kjallarann. Menningarráð telur mikilvægt að farið verði í að koma kjallara Ungó í ásættanlegt horf og óskar eftir að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlunargerð eignasjóðs 2016."



Á 268. fundi umhverfisráðs þann 14. september 2015 var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Umhverfisráð leggur til að kostnaður við efniskaup vegna viðhalds á kjallara Ungó verði greiddur af eignasjóði ( 31). Sviðsstjóra falið að hafa umsjón og eftirlit með verkinu. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi kostnaðaráætlun frá AVH varðandi endurnýjunar kjallara, snyrtingar, eldhúskróks og búningsherbergja að upphæð kr. 10.544.695 með vsk.



Kristján Guðmundsson kom á fundinn f.h. Leikfélags Dalvíkur sem gestur kl. 13:22.



Til umræðu ofangreint.



Kristján vék af fundi kl. 13:35.
Lagt fram til kynningar og byggðaráð óskar eftir upplýsingum og sundurliðun frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs hvað ofangreint varðar; þ.e. annars vegar efniskostnaður og hins vegar vinnukostnaður.

3.Frá 268. fundi umhverfiráðs; Íbúasamtökin á Árskógssandi; beiðni um styrk.

Málsnúmer 201508049Vakta málsnúmer

Kritján Guðmundsson kom á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 13:40.



Á 268. fundi umhverfisráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Umhverfisráð getur ekki fallist á að veita styrk til íbúasamtaka á Árskógsströnd vegna endurbóta á leiksvæði. Ráðið leggur þó áherslu á að þetta svæði verði ofarlega á verkefnalista næsta árs, og verði þær endurbætur gerðar í samráði við íbúasamtökin. Umhverfisráð vill þó taka fram að ráðið harmar hvernig staðið var að lagfæringum síðastliðið sumar og biðst afsökunar á seinaganginum."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð frá umhverfisstjóra um leiksvæði í Dalvíkurbyggð, sem byggðaráð óskaði eftir.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir kostnaðaráætlun frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóra ef sett yrði upp nýtt einfalt leiksvæði á Árskógssandi sem og kostnaðaráætlun yfir önnur atriði sem þarf að koma í lag á öðrum leikvöllum, sem eru á ábyrgð sveitarfélagsins, í Dalvíkurbyggð.

4.Frá 268. fundi umhverfisráðs; Fjárhagsáætlun 2016; Herferð Dalvíkurbyggðar gegn ágengum plöntum.

Málsnúmer 201508092Vakta málsnúmer

Á 268. fundi umhverfisráðs þann 14. september 2015 var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Umhverfisráð þakka Gittu fyrir góða ábendingu og felur umhverfisstjóra að kanna möguleika á samstarfi við Hörgársveit og aðkomu Vegagerðarinnar að verkefninu. "



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð ítrekar ósk um kostnaðaráætlun með áætlun um aðgerðir gegn ágengum plöntum.

5.Frá 268. fundi umhverfisráðs; Umhverfismál í Túnahverfi. Vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2016.

Málsnúmer 201508096Vakta málsnúmer

Á 268. fundi umhverfisráðs þann 14. september 2015 var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Umhverfisráð þakkar innsent erindi íbúa. Þar sem deiliskipulag svæðisins var ekki klárað á sínu tíma og er í vinnslu er óskum um gerð leiksvæðis vísað til þeirrar vinnu. Þær lagfæringar sem bent er á verða teknar til greina við gerð fjárhagsáætlunar 2016."

Lagt fram til kynningar.

6.Frá 268. fundi umhverfisráðs; Fjárhagsáætlun 2016;; úrbætur í vegamálum ábúenda í Svæði.

Málsnúmer 201509028Vakta málsnúmer

Á 268. fundi umhverfisráðs þann 14. september 2015 var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Umhverfisráð þakka Heiðu og Magnúsi innsent erindi og felur sviðsstjóra að gera kostnaðaráætlun fyrir verkið. Ráðið sér þó ekki að hægt verði að verða við þessu erindi við gerð fjárhagsáætlunar 2016, en gerir sér grein fyrir að verkefnið er þarft á næstu 2-3 árum. "

Lagt fram til kynningar.

7.Frá 268. fundi umhverfisráðs; Fjárhagsáætlun 2016; Samningur við Náttúrusetrið á Húsabakka.

Málsnúmer 201509074Vakta málsnúmer

Á 268. fundi umhverfisráðs þann 14. september 2015 var eftirfarandi bókað:

"Til umræðu endurnýjun á samkomulagi við Náttúrusetrið á Húsabakka.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að endurskoða samkomulagið við Náttúrusetrið fyrir 31. maí 2016 með framlengingu í huga. Ráðið óskar einnig eftir greinagerð frá Náttúrusetrinu um ráðstöfun styrksins 2015."

Lagt fram til kynningar.

8.Frá 268. fundi umhverfisráðs; Gjaldskrár umhverfis og tæknisvið 2016.

Málsnúmer 201509077Vakta málsnúmer

Á 268. fundi umhverfisráðs þann 14. september 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tillaga sviðsstjóra um hækkun gjaldskráa umhverfis- og tæknisviðs samkvæmt þeim vísitölum sem viðkomandi gjaldskrár eru tengdar við samþykkt. Þær gjaldskrár sem ekki eru tengdar vísitölu hækka um 3 %. Gjaldþátttaka íbúa er áfram 80% af kostnaði við almenna sorphirðu og gjald vegna dýrahræja hækkað úr 70% í 80% af kostnaði. Þar sem hækkun þessarar gjaldskrár er umfram hækkun vísitölu vill ráðið benda á að við gerð samnings um sorphirðu í Dalvíkurbyggð 1. september 2015 var þjónusta á gámasvæði aukin til muna, móttöku sorps frá sumarhúsum bætt við, og þjónusta við dreifbýli bætt. Ráðið vísar gjaldskrám sviðsins til staðfestingar í byggðarráði."



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar.

9.Frá 53. fundi menningaráðs; Framtíðarnýting á Ungó og Sigtúni.

Málsnúmer 201212038Vakta málsnúmer

Á 53. fundi menningaráðs þann 7. september 2015 var eftirfarandi bókað:

"Vinnuhópur um framtíðarnýtingu Ungós hefur fundað í alls sex skipti. Hópurinn fór og skoðaði aðstæður í Ungó og Sigtúni, þar sem meðal annars var rætt við eigendur Kaffihúss Bakkabræðra. Einnig komu fulltrúar frá Leikfélagi Dalvíkur á fund hópsins í tvígang. Báðir þessir aðilar fengu tækifæri til að koma á framfæri sínum athugasemdum um núverandi stöðu mála í húsunum auk þess að leggja fram sínar hugmyndir um framtíðarnýtingu og plön. Vinnuhópurinn auglýsti eftir tillögum eða hugmyndum frá almenningi vegna framtíðarnýtingar Ungós en engar bárust. Tillaga vinnuhópsins er eftirfarandi út frá þremur liðum sem Menningarráð setti fram: 1. Skoða hver nýtingin á húsnæðinu er, hvort önnur eða meiri starfsemi verði í húsinu/húsunum. Skoðað verði möguleiki á að ná í meiri sértekjur og að rekstrarkostnaður sveitarfélagsins vegna hússins verði því minni. Nýtingin á húsinu er frá september, þegar skólinn setur upp sína nemendasýningu, og fram í apríl, en eftir áramótin nýtir leikfélagið húsnæðið fyrir sína leiksýningu. Út af standa fjórir mánuðir á ári, frá maí og fram í ágúst en samkvæmt samningi hefur Bakkabræðrasetrið afnot af sal Ungós á þessum tíma. Á grundvelli þeirra samninga sem liggja fyrir við Bakkabræðrasetrið og Leikfélag Dalvíkur sér hópurinn ekki fyrir sér að svigrúm sé fyrir aukningu sértekna sveitarfélagsins nema að tilkomi leigutekjur vegna útleigu á sal Ungós. Nefndin leggur því til að útbúin verði gjaldskrá fyrir útleigu á sal Ungós, umfram hefbundna starfsemi leikfélagsins og kveðið er á í samningum, og samningar endurskoðaðir með tilliti til þess. Vinnuhópurinn leggur til að mynduð verði þriggja manna stjórn sem myndi hússtjórn yfir Ungó og Sigtúni. Í stjórninni sitji einn aðili frá Leikfélagið Dalvíkur, einn frá Bakkabræðrasetri og einn óháður aðili tilnefndur af menningarráði. Stjórnin þjóni hlutverki samráðsvettvangs fyrir starfsemi í húsinu. Hópurinn leggur jafnframt til að menningarráð setji stjórninni starfsreglur. 2. Hvaða framkvæmdir eru nauðsynlegar til skamms tíma. Jafnframt verði gerð áætlun um hvaða viðhald er talið æskilegt til lengri tíma litið. Framkvæmdir til skamms tíma: Mjög aðkallandi er að laga kjallarann í Ungó. Aðstaðan er orðin mjög léleg og úr sér gengin auk þess sem vatnstjón varð í kjallaranum haustið 2014. Meðfylgjandi er gróf kostnaðaráætlun hvað þennan lið varðar, með fyrirvara um ófyrirséðan kostnað vegna aldurs og ástands hússins. Félagar í Leikfélagi Dalvíkur hafa boðist til að leggja til vinnuframlag eins og hægt er. Gera aðgengi frá efri hæð Ungó yfir í herbergi leikfélagsins í Sigtúni og loka aðgengi inn í herbergið úr Sigtúni. Þar með þarf leikfélagið ekki lengur að nýta inngang í Sigtún að norðan og hægt að taka það ákvæði út úr samningum. Á sama tíma hættir leikfélagið að nýta tvö minni herbergi í austurhluta hússins og getur Bakkabræðrasetrið fengið þau til afnota. Breyta þarf samningum í samræmi við þetta. Framkvæmdir til lengri tíma: Nefndin leggur til að farið verið í hönnunarvinnu á húsinu inni ásamt viðbyggingu sem kæmi norðan við húsið og myndi leysa klósettmálin og mögulega aðstöðu fyrir búningageymslu leikfélagsins. Opna gluggana innanfrá og setja hlera fyrir sem loka fyrir birtu inn í salinn. Ljóst er að fyrir liggur viðhald á Sigtúni en lagfæra þarf ytra byrgði útveggja, þak, glugga og hurðir. 3. Nefndin taki afstöðu til annarra mála, s.s. slétt eða hallandi gólf í salnum, hvort sýningarvélarnar frá dögum bíósins eiga heima þarna, geri tillögu um nýtingu skúrs á baklóð og fleira sem upp kann að koma þessu tengt. Nefndin telur að varðveita eigi sérstöðu hússins og halda áfram að hafa gólf í salnum hallandi. Salurinn nýtist samt sem áður vel til tónleikahalds, bíósýninga, funda og ráðstefnuhalds. Nefndin leggur til að skúrinn á baklóðinni verður seldur en leikfélagið hefur fest kaupa á öðru betra húsnæði fyrir smíði og geymslu leikmuna. Nefndin er sammála um að mikilvægt sé að varðveita sýningarvélarnar ásamt öðrum innanstokksmunum sem tilheyra kvikmyndasýningunum og leggur til að leitað verði álits safnstjóra Byggasafnsins Hvols um frekari varðveislu. Varðandi núverandi rými sýningarvéla er það herbergi það sem rætt hefur verið um sem aðstöðu fyrir loftræstibúnað. Sú staðsetning er talin afar hentug og jafnvel sú eina sem kemur til greina fyrir loftræstibúnaðinn. Menningarráð þakkar vinnuhópnum fyrir og samþykkir að senda skýrsluna til kynningar hjá Byggðaráði. Menningarráð mun taka skýrsluna til frekari umfjöllunar á næsta fundi ráðsins."

Lagt fram til kynningar.

10.Frá fjárlaganefnd Alþingis; Fundur með sveitarstjórnum haustið 2015

Málsnúmer 201509089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá fjárlaganefnd Alþings, dagsett þann 10. september 2015, þar sem fjárlaganefnd býður fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka þeirra til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2016. Fundardagar eru áætlaðar fyrir hádegi 23. september, 5., 7., og 9. október. Auk þess er gert ráð fyrir fjarfundum eftir hádegi 9. október. Mælt er með að sveitarfélögin nýti sér fjarfundarfyrirkomulagið. Hverjum fundi eru ætlaðar 15 til 20 mínútur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri reyni að fá fund með nefndinni fyrir hádegi 23. september n.k.

11.Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga; Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2015.

Málsnúmer 201509090Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 8. september 2015, þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga miðvikudaginn 23. september n.k. kl. 16:00 á Hilton Reykavík Nordica.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

12.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201509091Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

13.Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Dalvíkurhöfn, dýpkun 2015.

Málsnúmer 201504148Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs kl. 15:03.



Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, bréf dagsett þann 15. september 2015, þar sem fram kemur að unnið er að dýpkun fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar. Umfang þess hefur orðið meira en ráð var fyrir gert og því óskað eftir aukafjárveitingu til verkefnsins. Óskað er eftir kr. 10.000.000 til viðbótar í verkefnið. Við yfirferð veitu- og hafnaráðs á framkvæmdum yfirstandandi árs ákvað það að óska eftir því við byggðaráð að flytja kr. 5.000.000 af lykli 4610 Viðhald fasteigna og leiguhúsnæðis. Einnig að áætlaðar tekjur verði hækkaðar um kr. 20.000.000 þar sem í stefnir að tekjur ársins verði um kr. 106.000.000 og því um 20 m.kr. hærri en áætlað var. Óskað er eftir að kr. 5.000.000 af þeirri tekjuaukningu verði nýttar í dýpkunina.



Til umræðu ofangreint.



Þorsteinn vék af fundi kl. 15:27.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi um beiðni um viðauka vegna dýpkunar í Dalvíkurhöfn. Samkvæmt 63. gr. sveitarstjórnarlaga, 2. mgr., þá er óheimilt að samþykkja viðauka vegna kostnaðar sem þegar er fallinn til en þar segir m.a.:“Óheimilt er að víkja frá fjárhagsáætlun skv. 1. mgr. nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina. Á þetta við um hvers kyns ákvarðanir, samninga eða aðrar fjárhagslegar ráðstafanir sem hafa í för með sér breytingar á tekjum, útgjöldum, skuldbindingum eða tilfærslur milli liða í fjárhagsáætlun í þegar samþykktri áætlun“



Dýpkun hafnarinnar var ekki á samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun 2015 en á 737. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2015 var samþykkt beiðni frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa verkefnis að upphæð kr. 7.500.000.

Byggðaráð gerir sér því grein fyrir mikilvægi þessa verkefnis sem og mikilvægi þess að klára nauðsynlega dýpkun hafnarinnar þar sem tækin eru á staðnum og dýrt er að flytja þau.



Í ofangreindu erindi, dagsettu þann 15. september 2015, kemur fram tillaga um að flytja kr. 5.000.000 af lið 4610, þar sem ekki á að mála verbúðir eins og til stóð, og að tekjur Hafnasjóðs verði kr. 20.000.000 hærri í árslok en áætlað var. Byggðaráð óskar eftir að fá nýtt erindi vegna þessa.

14.Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015; Heimilisþjónusta

Málsnúmer 201509118Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálsviðs, dagsett þann 15. september 2015, þar sem fram kemur að á fundi félagsmálaráðs þann 8. september 2015 var fjallað um málefni heimilisþjónustu og var félagsmálastjóra falið að sækja um viðbótar stöðuhlutfall til byggðaráðs svo að hægt sé að veita öllum þjónustu en 8 heimili eru nú á biðlista. Óskað er eftir heimild til að ráða í 50% viðbótarstöðuhlutfall. Kostnaður vegna þessa fyrir september - desember 2015 er áætlaður kr. 997.601 - laun og launatengd gjöld.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka á deild 02150, kostnaður kemur til lækkunar handbæru fé.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs