Reglur um kjör á íþróttamanni ársins

Málsnúmer 201412152

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 64. fundur - 08.01.2015

Farið var yfir reglur um kjör á íþróttamanni ársins.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 65. fundur - 03.02.2015

Farið var yfir reglur um kjör á íþróttamanni ársins. Helstu breytingar á reglunum er breyting á kosningarfyrirkomulagi, en íþrótta- og æskulýðsráð hefur áhuga á að gera tilraun með rafræna kosningu íbúa á þann veg að hún gildi 30% við næsta kjör. Jafnframt var sett aldurstakmark, 15. ár, sem ekki var áður.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir reglurnar eins og þær liggja fyrir.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 66. fundur - 03.03.2015

Sveitarstjórn vísaði þessu máli aftur til ráðsins til frekari skoðunar.
Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir reglurnar og gerði skýrari vinnureglur um það með hvaða hætti atkvæði á milli valnefndar og almennrar kosningar skiptast.