Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014

Málsnúmer 201412043

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 63. fundur - 09.12.2014

Fundurinn hófst á að formaður bauð gesti fundarins velkomna til kjörs á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar. Í framhaldinu fór kosning Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar fram með fulltrúum íþróttadeilda í sveitarfélaginu og kjörnum fulltrúum í íþrótta- og æskulýðsráðs, samkvæmt reglum þar um.
Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir skipulag á lýsingu á kjöri Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar árið 2014. Kjörinu verður lýst fimmtudaginn 8. janúar 2015 kl. 16:00 í Bergi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 64. fundur - 08.01.2015

Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 16:00 og stóð til 17:10. Ekki var fleira gert eftir athöfnina og fundi slitið.

Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð gesti velkomna og bauð gestum að þiggja veitingar.
Styrmir Þeyr Traustason, nemendi í Tónskóla Dalvíkurbyggðar flutti lagið Dreaming of Bag-end, úr Hobbitanum.
Veittar voru viðurkenningar úr afreks- og styrktarsjóði sem samþykktar voru á síðasta fundi ráðsins.

Að því loknu flutti Gunnhildur Lilja Kristinsdóttir, nemendi í Tónskóla Dalvíkurbyggðar lagið Gavotte í D-dúr eftir J.S. Bach.´

Í framhaldinu varð heiðrun Íþrótta- og æskulýðsráðs en Íris Hauksdóttir sá um hana fyrir hönd ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsráð ákvað að heiðra Stefán Friðgeirsson Hestamann fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþrótta- og æskulýðsmála í Dalvíkurbyggð og góðan árangur í hestamennsku.

Ágrip af ferli Stefáns.

Stefán er einn af stofnendum hestamannafélagsins Hrings, sem stofnað var árið 1962. Allt frá stofnun hefur hann setið í nefndum á vegum félagsins og sinnti m.a. formennsku í tvö ár. Hann hefur setið í mótanefnd Hrings í fjöldamörg ár og verið mikill drifkraftur í þeim málum hjá félaginu enda áhugamaður um mótahald og mikill keppnismaður.
Keppnisferill Stefáns spannar nú orðið rúmlega 50 ár og hefur hann komið að þjálfun á sumum af mestu gæðingum Íslands, sem sumir hverjir hafa skilað íslenskri hrossarækt á hærra stig. Stefán hefur unnið sér inn gott orð fyrir dugnað jafnt innan sem utan keppnisvallarins. Hann þykir einstaklega laginn reið- og keppnismaður sem er bæði sanngjarn á menn og hesta.

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar

Alls tilnefndu 5 íþróttafélög aðila í kjör til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar. Eftirtaldir aðilar eru því íþróttamenn sinnar greinar árið 2014:
Anna Kristín Friðriksdóttir - Hestamannafélagið Hringur
Axel Reyr Rúnarsson - Skíðafélag Dalvíkur
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson - Sundfélagið Rán
Ólöf María Einarsdóttir - Golfklúbburinn Hamar
Steinþór Már Auðunsson - Dalvík/Reynir

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014 er Ólöf María Einarsdóttir kylfingur hjá Golfklúbbnum Hamri.

Óskar íþrótta- og æskulýðsráð öllum aðilum til hamingju og Ólöfu Maríu til hamingju með titilinn Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2014.