Íþrótta- og æskulýðsráð

42. fundur 03. janúar 2013 kl. 15:00 - 18:30 í stóra salnum í Bergi
Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Beiðni um lausn frá störfum sem formaður íþrótta- og æskulýðsráðs.

Málsnúmer 201212028Vakta málsnúmer

Upplýst var um að á síðasta fundi bæjarstjórnar urðu formannaskipti hjá íþrótta- og æskulýðsráði. Dagbjört Sigurpálsdóttir tekur við sem formaður en Jón Halldórsson sagði af sér og hættir í ráðinu. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar Jóni hans störf. Varaformaður verður Snæþór Arnþórsson og er hann boðinn velkominn til starfa.

2.Sameiginlegt skráningarkerfi fyrir tómstundir

Málsnúmer 201212032Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi upplýsti um stöðu mála á innleiðingu á sameiginlegu skráningarkerfi fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf en bæjarráð hefur heimilað að innleiðing sé undirbúin. Framundan er kynning á mismunandi kerfum fyrir starfsmenn á íþrótta- og æskulýðssviði og fjármála- og stjórnsýslusviði. Ákvörðun verður svo tekin í framhaldinu um hvort skynsamlegt sé að taka upp skráningarkerfi og þá hvaða kerfi verði fyrir valinu. Í framhaldi af því verður haldinn kynningarfundur með fulltrúum íþrótta- og æskulýðsfélaga í Dalvíkurbyggð þar sem metnir verða kostir og gallar á skráningarkerfi.

3.Velferðarsjóður ungmenna

Málsnúmer 201212043Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ræddu hugmynd að stofnun velferðarsjóð ungmenna til að styðja fjárhagslega við íþróttaiðkun barna og ungmenna. Hugmyndin er að sjóðurinn væri opin fyrir framlög frá íþróttafélögum, fyrirtækjum og stofnunum. Íþrótta- og æskulýðsráð felur sviðsstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna að reglum um sjóðinn.

4.Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2012

Málsnúmer 201202012Vakta málsnúmer

Vegna mistaka voru þrjú erindi ekki tekin fyrir í umfjöllun afreks- og styrktarsjóð á 41. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs 3. desember 2012. Eftirfarandi umsóknir bárust sjóðnum. a) Erindi frá Golfklúbbnum Hamri dagsett 10. september 2012 þar sem óskað er eftir 100.000 kr. styrk vegna kostnaðar við golfævintýri golfklúbbsins. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja golfklúbbinn Hamar um 50.000 kr. vegna golfævintýris til að stuðla að því að áfram verði ódýrt fyrir börn í heimabyggð að sækja golfævintýrið og vísar því á lið 06-80-9145. b) Umsókn frá Önnu Kristínu Friðriksdóttur vegna kostnaðar við iðkun og keppni á hestum. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Önnu um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80-9110. c) Umsókn frá Júlíu Ýr Þorvaldsdóttur vegna kostnaðar við iðkun og keppni í sundi en Júlía æfir með Sundfélaginu Óðni. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Júlíu um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80-9110. d) Umsókn frá Ólöfu Maríu Einarsdóttur vegna kostnaðar við iðkunar á skíðum. Tekin var aftur fyrir umsókn vegna Ólafar Maríu vegna kostnaðar við iðkun og keppni á skíðaíþróttum.Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Ólöfu Maríu um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80-9110. Á 41. fundi Íþrótta- og æskulýðsráðs 4. desember 2012 voru eftirfarandi styrkumsóknir teknar fyrir. e) Umsókn frá Sigurði Ingva Rögnvaldssyni vegna kostnaðar við ástundun á golfi.  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Sigurð Ingva um 100.000 kr. og vísar því á lið 06-80-9110. f) Umsókn frá Unnar Má Sveinbjarnarsyni vegna kostnaðar við ástundun á skíðum. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Unnar Má um 100.000 kr. og vísar því á lið 06-80-9110. g) Umsókn frá Þórdísi Rögnvaldsdóttur vegna kostnaðar við ástundun á golfi.  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Þórdísi um 100.000 kr. og vísar því á lið 06-80-9110. Íþrótta- og æskulýðsráð veitir viðurkenningarstyrki til eftirfarandi aðila. h) Grjótglímufélagið styrkt um 100.000 kr. vegna uppbyggingar á klifuraðstöðu og vísar því á lið 06-80-9145. i) Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar UMF Svarfdæla styrkt um 50.000 kr. vegna öflugs starfs í stúlknaflokkum og fjölgun þátttakenda af erlendum uppruna og vísar því á lið 06-80-9145. j) Frjálsíþróttadeild UMF Svarfdæla styrkt um 150.000 kr. vegna tækjakaupa á hástökksdýnu sem mun jafnframt nýtast við íþróttakennslu og vísar því á lið 06-80-9145. k) Skíðadeild Dalvíkur styrkt um 50.000 kr. vegna öflugs starfs Stjörnuhóps og vísar því á lið 06-80-9145.

5.Samningar við íþróttafélög 2013-2015

Málsnúmer 201206009Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir samningur um afnot UMFS af neðri hæð íþróttamiðstöðvar. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og verður skrifað undir hann við sama tilefni og undirskrift styrktarsamninga fer fram seinna í dag.  Undirskrift samninga. Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar og forráðamenn félaga skrifuðu undir samninga en gildistími þeirra 2013 - 2015. a) UMF Svarfdælab) Golfklúbburinn Hamarc) Hestamannafélagið Hringurd) Blakfélagið Rimare) Sundfélagið Ránf) Skíðafélag Dalvíkurg) UMF Reynirh) UMF Þorsteinn Svörfuður Samtals eru samningarnir að upphæð 59.177.000 kr.

6.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2012

Málsnúmer 201211055Vakta málsnúmer

Í lok 42. fundar íþrótta- og æskulýðsráðs var almenningi boðið að taka þátt í opinni dagskrá.

Formleg athöfn hófst með því Dagbjört Sigurpálsdóttir formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð fólk velkomið með kaffihlaðborði og fór yfir dagskrá. Svanfríður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri flutti ávarp og kom tónlistaratriði frá tónlistarskólanum en það var Kristján Þorvaldsson sem spilaði á gítar. Friðjón Árni Sigurvinsson fulltrúi í íþrótta- og æskulýðsráði veitti styrki úr Afreks- og Styrktarsjóði sbr. 2 lið 41. fundar íþrótta- og æskulýðsráðs og 4 lið 42. fundar íþrótta- og æskuýðsráðs. Eftirfarandi einstaklingar og félög hlutu styrki Anna Kristín Friðriksdóttir, Júlía Ýr Þorvaldsdóttir, Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, Þórdís Rögnvaldsdóttir, Unnar Már Sveinbjarnarson, Ólöf María Einarsdóttir og golfklúbburinn Hamar.

Jafnframt veitti íþrótta- og æskulýðsráð sérstakar viðurkenningar til barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar UMF Svarfdæla fyrir öflugt starf í stúlknaflokkum og fjölgun þátttakenda af erlendum uppruna, Skíðafélag Dalvíkur vegna Stjörnuhóps, frjálsíþróttadeild UMF Svarfdæla til búnaðarkaupa og Grjótglímufélaginu til frekari uppbyggingar á klifurvegg.

Kristinn Ingi Valsson fulltrúi í íþrótta- og æskulýðsráði veitti fyrir hönd íþrótta- og æskulýðsráðs heiðursviðurkenningu til Björgvins Björgvinssonar skíðamanns. Þar sem Björgvin var fjarverandi vegna verkefna tengt skíðaíþróttinni tóku faðir hans og eldri sonur við viðurkenningunni.

Tilnefndir til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2012 voru þau Agnar Snorri Stefánsson Hestamannafélaginu Hring, Bessi Víðisson Dalvík/Reyni, Jakob Helgi Bjarnason Skíðafélagi Dalvíkur, Júlía Ýr Þorvaldsdóttir Sundfélaginu Óðni, Júlíana Björk Gunnarsdóttir frjálsar UMF Svarfdæla, Ólöf Rún Júlíusdóttir UMF Reynir, Sigurður Ingvi Rögnvaldsson Golfklúbbnum Hamri og Tinna Karen Arnardóttir Sundfélaginu Rán.

Þrír efstu í kjöri voru þeir Agnar Snorri Stefánsson, Bessi Víðisson og Jakob Helgi Bjarnason.

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2012 er Jakob Helgi Bjarnason skíðamaður í Skíðafélagi Dalvíkur. Hann hefur lagt mikið á sig til að ná langt í skíðaíþróttinni og er í fremstu röð í heiminum í sínum aldursflokki. Árið 2012 varð Jakob Helgi tvöfaldur Íslandsmeistari í karlaflokki þá 16 ára, hann var einnig bikarmeistari SKÍ í 15 - 16 ára flokki og unglingameistari í svigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi.

Íþrótta- og æskulýðsráð óskar öllum þeim sem tilnefndir voru til hamingju og Jakobi Helga til hamingju með að vera Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2012

Fundi slitið - kl. 18:30.

Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi