Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2012

Málsnúmer 201211055

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 41. fundur - 03.12.2012

Fulltrúar deilda og stjórna mættu á fundinn til að kjósa um Íþróttamann Dalvíkurbyggðar 2012. Mættir voru Björn Friðþjófsson Dalvík/Reyni, Birkir Bragason Skíðafélag Dalvíkur, Guðrún Erna Rúdolfsdóttir Hestamannafélagið Hringur, Marinó Þorsteinsson Umf Reynir, Gísli Bjarnason Golfklúbburinn Hamar, Oddný Sæmundsdóttir Sundfélagið Rán og Inga María Ingvadóttir frjálsar Umf Svarfdæla. Eftirfarandi einstaklingar eru tilnefndir: Bessi Víðisson, Dalvík/Reynir knattspyrna.Agnar Snorri Stefánsson, Hestamannafélagið Hringur.Tinna Karen Arnardóttir, Sundfélagið Rán.Júlíana Björk Gunnarsdóttir, Umf Svarfdæla frjálsar.Ólöf Rún Júlíusdóttir, Umf Reynir frjálsar.Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, Golfklúbburinn Hamar.Jakob Helgi Bjarnason, Skíðafélag Dalvíkur.Júlía Ýr Þorvaldsdóttir, Óðinn sund.  Kjöri á íþróttamanni Dalvíkbyggðar verður lýst í Bergi þann 3. janúar 2013, klukkan 17:00   

Íþrótta- og æskulýðsráð - 42. fundur - 03.01.2013

Í lok 42. fundar íþrótta- og æskulýðsráðs var almenningi boðið að taka þátt í opinni dagskrá.

Formleg athöfn hófst með því Dagbjört Sigurpálsdóttir formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð fólk velkomið með kaffihlaðborði og fór yfir dagskrá. Svanfríður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri flutti ávarp og kom tónlistaratriði frá tónlistarskólanum en það var Kristján Þorvaldsson sem spilaði á gítar. Friðjón Árni Sigurvinsson fulltrúi í íþrótta- og æskulýðsráði veitti styrki úr Afreks- og Styrktarsjóði sbr. 2 lið 41. fundar íþrótta- og æskulýðsráðs og 4 lið 42. fundar íþrótta- og æskuýðsráðs. Eftirfarandi einstaklingar og félög hlutu styrki Anna Kristín Friðriksdóttir, Júlía Ýr Þorvaldsdóttir, Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, Þórdís Rögnvaldsdóttir, Unnar Már Sveinbjarnarson, Ólöf María Einarsdóttir og golfklúbburinn Hamar.

Jafnframt veitti íþrótta- og æskulýðsráð sérstakar viðurkenningar til barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar UMF Svarfdæla fyrir öflugt starf í stúlknaflokkum og fjölgun þátttakenda af erlendum uppruna, Skíðafélag Dalvíkur vegna Stjörnuhóps, frjálsíþróttadeild UMF Svarfdæla til búnaðarkaupa og Grjótglímufélaginu til frekari uppbyggingar á klifurvegg.

Kristinn Ingi Valsson fulltrúi í íþrótta- og æskulýðsráði veitti fyrir hönd íþrótta- og æskulýðsráðs heiðursviðurkenningu til Björgvins Björgvinssonar skíðamanns. Þar sem Björgvin var fjarverandi vegna verkefna tengt skíðaíþróttinni tóku faðir hans og eldri sonur við viðurkenningunni.

Tilnefndir til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2012 voru þau Agnar Snorri Stefánsson Hestamannafélaginu Hring, Bessi Víðisson Dalvík/Reyni, Jakob Helgi Bjarnason Skíðafélagi Dalvíkur, Júlía Ýr Þorvaldsdóttir Sundfélaginu Óðni, Júlíana Björk Gunnarsdóttir frjálsar UMF Svarfdæla, Ólöf Rún Júlíusdóttir UMF Reynir, Sigurður Ingvi Rögnvaldsson Golfklúbbnum Hamri og Tinna Karen Arnardóttir Sundfélaginu Rán.

Þrír efstu í kjöri voru þeir Agnar Snorri Stefánsson, Bessi Víðisson og Jakob Helgi Bjarnason.

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2012 er Jakob Helgi Bjarnason skíðamaður í Skíðafélagi Dalvíkur. Hann hefur lagt mikið á sig til að ná langt í skíðaíþróttinni og er í fremstu röð í heiminum í sínum aldursflokki. Árið 2012 varð Jakob Helgi tvöfaldur Íslandsmeistari í karlaflokki þá 16 ára, hann var einnig bikarmeistari SKÍ í 15 - 16 ára flokki og unglingameistari í svigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi.

Íþrótta- og æskulýðsráð óskar öllum þeim sem tilnefndir voru til hamingju og Jakobi Helga til hamingju með að vera Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2012