Jón Halldórsson; Beiðni um lausn frá störfum sem formaður íþrótta- og æskulýðsráðs og sem fulltrúi í nefndinni.

Málsnúmer 201212028

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 242. fundur - 18.12.2012

Tekið fyrir erindi frá Jóni Halldórssyni, dagsett þann 17. desember 2012, þar sem fram kemur að vegna starfa sinna víða um land hefur hann ekki getað sinni íþrótta- og æskulýðsnefnd sem skyldi. Þess vegnar óskar hann eftir að vera leystur frá störfum í nefndinni.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Jóni Halldórssyni lausn frá störfum sem formaður íþrótta - og æskulýðsráðs og sem fulltrúa í ráðinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 42. fundur - 03.01.2013

Upplýst var um að á síðasta fundi bæjarstjórnar urðu formannaskipti hjá íþrótta- og æskulýðsráði. Dagbjört Sigurpálsdóttir tekur við sem formaður en Jón Halldórsson sagði af sér og hættir í ráðinu. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar Jóni hans störf. Varaformaður verður Snæþór Arnþórsson og er hann boðinn velkominn til starfa.