Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2012

Málsnúmer 201202012

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 41. fundur - 03.12.2012

Umsóknir einstaklinga í afreks- og styrktarsjóð Dalvíkurbyggðar eru fimm á árinu 2012. Íþrótta- og æskulýðsráð tók eftirfarandi umsóknir til afgreiðslu: a) Umsókn frá  Unnari Má Sveinbjarnarsyni, skíði Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Unnar um 100.000 kr. og vísar því á lið 06-80 b) Umsókn frá Þórdísi Rögnvaldsdóttur, golf Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Þórdísi um 100.000 kr. og vísar því á lið 06-80  c) Umsókn frá  Sigurðar Ingva  Rögnvaldssyni, golf Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Sigurð um 100.000 kr. og vísar því á lið 06-80 d) Umsókn frá Ólöfu Maríu Einarsdóttur, skíði Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar umsókninni þar sem hún uppfyllir ekki skilyrði afreks- og styrktarsjóðs. e) Umsókn frá Þorsteini Kristni Stefánssyni, Boccia Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar umsókninni þar sem hún uppfyllir ekki kröfur afreks-og styrktarsjóðs. f) Íþrótta- og æskulýðsráð tók til umfjöllunar frekar viðurkenningar sem það hyggst veita á fundinum þegar lýsing á íþróttamanni ársins fer fram. Friðjón vék að fundi undir hluta af umræðunni.  Íþrótta- og æskulýðsráð ákveður nokkra viðurkenningarstyrki en ekki verður upplýst um þá fyrr en á fundinum.  

Íþrótta- og æskulýðsráð - 42. fundur - 03.01.2013

Vegna mistaka voru þrjú erindi ekki tekin fyrir í umfjöllun afreks- og styrktarsjóð á 41. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs 3. desember 2012. Eftirfarandi umsóknir bárust sjóðnum. a) Erindi frá Golfklúbbnum Hamri dagsett 10. september 2012 þar sem óskað er eftir 100.000 kr. styrk vegna kostnaðar við golfævintýri golfklúbbsins. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja golfklúbbinn Hamar um 50.000 kr. vegna golfævintýris til að stuðla að því að áfram verði ódýrt fyrir börn í heimabyggð að sækja golfævintýrið og vísar því á lið 06-80-9145. b) Umsókn frá Önnu Kristínu Friðriksdóttur vegna kostnaðar við iðkun og keppni á hestum. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Önnu um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80-9110. c) Umsókn frá Júlíu Ýr Þorvaldsdóttur vegna kostnaðar við iðkun og keppni í sundi en Júlía æfir með Sundfélaginu Óðni. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Júlíu um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80-9110. d) Umsókn frá Ólöfu Maríu Einarsdóttur vegna kostnaðar við iðkunar á skíðum. Tekin var aftur fyrir umsókn vegna Ólafar Maríu vegna kostnaðar við iðkun og keppni á skíðaíþróttum.Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Ólöfu Maríu um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80-9110. Á 41. fundi Íþrótta- og æskulýðsráðs 4. desember 2012 voru eftirfarandi styrkumsóknir teknar fyrir. e) Umsókn frá Sigurði Ingva Rögnvaldssyni vegna kostnaðar við ástundun á golfi.  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Sigurð Ingva um 100.000 kr. og vísar því á lið 06-80-9110. f) Umsókn frá Unnar Má Sveinbjarnarsyni vegna kostnaðar við ástundun á skíðum. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Unnar Má um 100.000 kr. og vísar því á lið 06-80-9110. g) Umsókn frá Þórdísi Rögnvaldsdóttur vegna kostnaðar við ástundun á golfi.  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Þórdísi um 100.000 kr. og vísar því á lið 06-80-9110. Íþrótta- og æskulýðsráð veitir viðurkenningarstyrki til eftirfarandi aðila. h) Grjótglímufélagið styrkt um 100.000 kr. vegna uppbyggingar á klifuraðstöðu og vísar því á lið 06-80-9145. i) Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar UMF Svarfdæla styrkt um 50.000 kr. vegna öflugs starfs í stúlknaflokkum og fjölgun þátttakenda af erlendum uppruna og vísar því á lið 06-80-9145. j) Frjálsíþróttadeild UMF Svarfdæla styrkt um 150.000 kr. vegna tækjakaupa á hástökksdýnu sem mun jafnframt nýtast við íþróttakennslu og vísar því á lið 06-80-9145. k) Skíðadeild Dalvíkur styrkt um 50.000 kr. vegna öflugs starfs Stjörnuhóps og vísar því á lið 06-80-9145.