Samningar við íþróttafélög 2013-2017

Málsnúmer 201206009

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 37. fundur - 21.06.2012

Framundan eru samningaviðræður við íþróttafélög sveitarfélags Dalvíkurbyggðar. Íþrótta- og æskulýðsráð tók til umfjöllunar helstu áherslur í samningaviðræðum. Eftirfarandi 3 fulltrúar munu leiða samningaviðræður fyrir sveitarfélagið íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður og varaformaður íþrótta- og æskulýðsráð.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 38. fundur - 11.09.2012

Formaður og varaformaður íþrótta- og æskulýðsráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi munu funda með fulltrúum allra deilda á næstunni. Stefnt er að því að ganga frá samningi til 3 ára þ.e. 2013 - 2015. Umræða varð um þau áhesluatriði sem kjörnin fulltrúar vilja að höfð verði í forgrunni og það svigrúm sem er til samninga. Íþrótta- og æskulýðsráð felur samninganefndinni að hefja samningsgerð á þeim nótum sem um var rætt.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 39. fundur - 11.10.2012

Drög að samningum til 3 ára við UMF Svarfdæla, UMF Reyni, Sundfélagið Rán, Gofklúbbinn Hamar, UMF Þorsteinn Svörfuður, blakfélagið Rima og hestamannafélagið Hring voru til umræðu. Nýjar áherslur sveitarfélagsins í samningunum eru að félögin séu tilbúin að vinna að sameiginlegri stefnu í búningamálum til hagræðingar fyrir barnafjölskyldur í sveitarfélaginu. Jafnframt munu félögin í samstarfi við sveitarfélagið taka þátt í að innleiða sameiginlegt skráningarkerfi fyrir íþrótta- og tómstundir  barna og unglinga, verði ákvörðun um innleiðingu tekin. Einnig er mælst til þess að á samningstímanum vinni  félögin sér siðareglur og er bent á að félögin geti unnið þær saman. Íþrótta- og æskulýðsráð líst vel á drögin og óskar umsagnar félaganna fyrir næsta fund ráðsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 40. fundur - 06.11.2012









Samninganefnd sem er skipuð Jóni Halldórssyni formanni Íþrótta- og æskulýðsráðs, Dagbjörtu Sigurpálsdóttur varaformanni Íþrótta- og æskulýðsráðs og Árna Jónssyni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Dalvíkurbyggðar kynnti drög að samningum eftir fengnar athugasemdir frá félögum í Dalvíkurbyggð.

 



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninga við Blakfélagið Rima, Sundfélagið Rán, Hestamannafélagið Hring, Golfklúbbinn Hamar, UMF Þorstein Svörfuður, UMF Reyni og UMF Svarfdæla með breytingum og vísar þeim áfram til bæjarstjórnar til afgreiðslu.



Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að þrátt fyrir að ekki hafi náðst enn að gera úttekt á íþróttasvæði UMFS geri bæjarráð ráð fyrir fjármagni við fjárhagsáætlun 2013 til endurbóta á neðra svæðinu/æfingavellinum.

 





Farið var yfir drög að samningi við Skíðafélag Dalvíkur til 3 ára og gerðar  breytingar og ákveðið var að senda drögin á stjórn Skíðafélags Dalvíkur til umfjöllunar. Í samningi við Skíðafélag Dalvíkur er gert ráð fyrir 2.000.000 kr. á hverju ári í viðhald sem rúmast ekki í ramma Íþrótta- og æskulýðssviðs, Bæjarráð hefur þegar samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun 2012 vegna viðhaldsins.











 



Íþrótta- og æskulýðsráð - 41. fundur - 03.12.2012

Samningur við Skíðafélag Dalvíkur var kynntur af fulltrúum í samninganefnd. Athugasemdir hafa borist frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur varðandi samninginn og voru  breytingar gerðar á samningnum. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Íþrótta- og æskulýðsráð vekur athygli bæjarstjórnar á að inni í samningnum eru 2.000.000 á ári í viðhald en það rúmast ekki innan ramma málaflokksins.  Friðjón Sigurvinsson vék af fundi 16:35

Íþrótta- og æskulýðsráð - 42. fundur - 03.01.2013

Tekin var fyrir samningur um afnot UMFS af neðri hæð íþróttamiðstöðvar. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og verður skrifað undir hann við sama tilefni og undirskrift styrktarsamninga fer fram seinna í dag.  Undirskrift samninga. Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar og forráðamenn félaga skrifuðu undir samninga en gildistími þeirra 2013 - 2015. a) UMF Svarfdælab) Golfklúbburinn Hamarc) Hestamannafélagið Hringurd) Blakfélagið Rimare) Sundfélagið Ránf) Skíðafélag Dalvíkurg) UMF Reynirh) UMF Þorsteinn Svörfuður Samtals eru samningarnir að upphæð 59.177.000 kr.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 51. fundur - 03.12.2013

Farið var yfir hver staðan á samningi við Skíðafélag Dalvíkur er en samningurinn gerir ráð fyrir að framlag sveitarfélagsins vegna viðhalds á árinu 2014 verði 2.000.000 kr. með fyrirvara um fjárveitingu frá sveitarstjórn en byggðaráð samþykkti við fjárhagsáætlanagerð 2014 að leggja 700.000 kr. í viðhald. Íþrótta- og æskulýðsráð þykir, í ljósi góðrar vinnu við uppbyggingu Skíðafélags Dalvíkur á árinu 2013, miður að ekki hafi verið hægt að uppfylla samninginn.