Velferðarsjóður ungmenna

Málsnúmer 201212043

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 42. fundur - 03.01.2013

Sviðsstjóri og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ræddu hugmynd að stofnun velferðarsjóð ungmenna til að styðja fjárhagslega við íþróttaiðkun barna og ungmenna. Hugmyndin er að sjóðurinn væri opin fyrir framlög frá íþróttafélögum, fyrirtækjum og stofnunum. Íþrótta- og æskulýðsráð felur sviðsstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna að reglum um sjóðinn.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 43. fundur - 05.02.2013

Með fundarboði fylgdi tillaga af reglum um Velferðarsjóð ungmenna Dalvíkurbyggðar. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 45. fundur - 16.04.2013

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála kynntu vinnu við undirbúning á stofnun á velferðarsjóði ungmenna. Ábendingar hafa borist frá íþróttafélögum í Dalvíkurbyggð. Næstu skref er að halda kynningar- og umræðufund með íþróttafélögunum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 48. fundur - 19.06.2013

Með fundarboði fylgdu drög að reglum um Velferðarsjóð ungmenna en þær eru lítillega breyttar frá því að þær voru upphaflega samþykktar í íþrótta- og æskulýðsráði. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir reglurnar um sjóðinn eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.