Íþrótta- og æskulýðsráð

38. fundur 11. september 2012 kl. 08:00 - 10:15 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Halldórsson Varaformaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Embættismaður
  • Árni Jónsson Embættismaður
  • Magni Þór Óskarsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Gjaldskár fræðslu- og menningarsviðs 2013

Málsnúmer 201208036Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu tillögur að breytingum á gjaldskrám vegna ársins 2013. Um er að ræða gjaldskrár íþróttamiðstöðvar, tjaldsvæðis, Árskógar og gjaldskrá vegna Víkurröst. Magni Þór Óskarsson og Friðjón Sigurvinsson sátu hjá vegna vanhæfis við afgreiðslu á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar.Gert er ráð fyrir að að breytt gjaldskrá taki gildi strax eftir afgreiðslu bæjarstjórnar. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir gjaldskrárnar með lítilsháttar breytingum.

2.Skipulag íþróttasvæðis

Málsnúmer 201110056Vakta málsnúmer

Undir þessum lið lýstu Friðjón Sigurvinsson og Magni Þór  Óskarsson yfir vanhæfi sínu.Tekið var til umfjöllunar erindi, dagsett 10. september 2012, frá Kristjáni Ólafssyni formanni  U. M. F. S. fyrir hönd stjórnar U.M.F.S þar sem kemur fram að stjórnin hefur yfirfarið drög að deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið á Dalvík og er samþykk því skipulagi. Í bréfinu kemur fram að forgangur þeirra er að setja gervigras á æfingarsvæðið, austan aðalvallar, en jafnframt útbúa kastsvæði fyrir frjálsar íþróttir.Einnig var tekið fyrir bréf, dagsett 9. september 2012, frá þrýstihópi um gervigrasvöll á Dalvík.Mikil umræða var um forgangsröðun og stöðu frjálsra íþrótta, hlaupabrautir og lýðheilsumál.Íþrótta- og æskulýðsráð er jákvætt fyrir uppbyggingu gervigrasvallar enda komi slík framkvæmd ekki einungis knattspyrnuiðkendum til góða heldur öllum íbúum sveitarfélagsins þar sem tækifæri gefst að stunda hreyfingu á upphituðum velli.  Hins vegar minnir ráðið á að U.M.F.S er eigandi svæðisins og horfir ráðið því til að koma með styrk til félagsins sem hlutfall af kostnaði og beri félagið ábyrgð á að fjármagna verkefnið að fullu og rekstrarkostnaði í framhaldinu.Íþrótta- og æksulýðsráð óskar jafnframt eftir að bæjarráð boði ráðið og þrýstihópinn á fund sinn þar sem þessi hugmynd  sem og aðrar verða ræddar. Fyrir þann fund óskar ráðið eftir að þrýstihópurinn vinni grófa kostnaðaráætlun og skoði möguleika á styrkjum í samráði við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Friðjón Árni Sigurvinsson vék af fundi.

3.Samningar við íþróttafélög 2013-2015

Málsnúmer 201206009Vakta málsnúmer

Formaður og varaformaður íþrótta- og æskulýðsráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi munu funda með fulltrúum allra deilda á næstunni. Stefnt er að því að ganga frá samningi til 3 ára þ.e. 2013 - 2015. Umræða varð um þau áhesluatriði sem kjörnin fulltrúar vilja að höfð verði í forgrunni og það svigrúm sem er til samninga. Íþrótta- og æskulýðsráð felur samninganefndinni að hefja samningsgerð á þeim nótum sem um var rætt.

4.Samningur um rekstrarstyrk

Málsnúmer 201206007Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi ráðsins var tekin fyrir beiðni frá UMSE um rekstrarsamning við félagið og var íþrótta- og æskulýðsráð jákvætt gagnvart slíkum samningi. Síðan hefur lítið gerst en gert er ráð fyrir að styrkja félagið áfram á næsta ári og gera á næstu mánuðum samning til tveggja ára.

5.Samningur um tjaldsvæðið á fiskidaginn

Málsnúmer 201204041Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir framkvæmd á tjaldsvæðisgæslu á Fiskidaginn mikla 2012 en skýrslan frá UMFS mun berast á næstu dögum og verður lögð fyrir á næsta fundi ráðsins.

6.Siðareglur kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201203046Vakta málsnúmer

Siðareglur kjörinna fulltrúa fylgdu með fundarboði. Lagt fram.

7.Umsóknir um stöðu framkvæmdastjóra 2012

Málsnúmer 1206076Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fóru yfir ráðningu í starf framkvæmdastjóra Skíðasvæðis í Böggvistaðafjalli og hver helstu verkefni nýs framkvæmda séu. Fyrir liggur að Dalvíkurbyggð og Skíðafélag Dalvíkur geri með sér samstarfssamning og er markmiðið að leggja hann fyrir á næsta fundi íþrótta- og æskulýðsráðs.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Jón Halldórsson Varaformaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Embættismaður
  • Árni Jónsson Embættismaður
  • Magni Þór Óskarsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi