Samningur um rekstrarstyrk

Málsnúmer 201206007

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 37. fundur - 21.06.2012

Erindi lá fyrir fundinn vegna óskar UMSE um rekstrarstyrk til 3 ára. Framkvæmdastjóri UMSE Þorsteinn Marinósson mætti á fundinn og kynnti helstu ástæður þess að gerður verði samningur milli Dalvíkurbyggðar og UMSE til 3 ára. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála óskaði eftir skýringum á því hverjar skyldur UMSE eru gagnvart sveitarfélaginu. Þorsteinn svaraði því til að skyldur væru engar samkvæmt lögum. Sviðsstjóri óskaði eftir meira frumkvæði UMSE þegar kemur að fræðslu fyrir íþrótthreyfinguna. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gera samning um rekstrarstyrk til 2 ára. Á samningstímanum er mikilvægt að stjórn UMSE fjalli um stöðu og hlutverk héraðssambandsins útfrá t.d. stærð þjónustusvæðis, starfshlutfall og hlutverk framkvæmdastjóra. Skoðaðir verði kostir á fækkun héraðssambanda til auka vægi og styrkja starfsemina. Íþrótta- og æskulýðsráð vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarráði.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 38. fundur - 11.09.2012

Á síðasta fundi ráðsins var tekin fyrir beiðni frá UMSE um rekstrarsamning við félagið og var íþrótta- og æskulýðsráð jákvætt gagnvart slíkum samningi. Síðan hefur lítið gerst en gert er ráð fyrir að styrkja félagið áfram á næsta ári og gera á næstu mánuðum samning til tveggja ára.