Gjaldskár fræðslu- og menningarsviðs 2013

Málsnúmer 201208036

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 32. fundur - 10.09.2012

a) Með fundaboði fylgdi tillaga að gjaldskrárbreytingu hjá Bóka- og Hérðasskjalasafni. Menningarráð samþykkir breytta gjaldskrá eins og hún liggur fyrir. b) Með fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrárbreytingu hjá Byggðasafninu Hvoli.  Menningarráð samþykkir breytta gjaldskrá en þó þannig að börn séu börn upp að 18 ára aldri.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 38. fundur - 11.09.2012

Með fundarboði fylgdu tillögur að breytingum á gjaldskrám vegna ársins 2013. Um er að ræða gjaldskrár íþróttamiðstöðvar, tjaldsvæðis, Árskógar og gjaldskrá vegna Víkurröst. Magni Þór Óskarsson og Friðjón Sigurvinsson sátu hjá vegna vanhæfis við afgreiðslu á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar.Gert er ráð fyrir að að breytt gjaldskrá taki gildi strax eftir afgreiðslu bæjarstjórnar. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir gjaldskrárnar með lítilsháttar breytingum.

Fræðsluráð - 166. fundur - 12.09.2012

Með fundarboði fylgdu tillögur að breytingu á gjaldskrám málaflokka fræðslusviðs 04. Breytingar munu taka gildi frá 1. janúar 2013.  a) Húsnæði Dalvíkurskóla.  Gjaldskrá samþykkt með lítilsháttar breytingu. b) Gjaldskrá Tónlistarskólans. Með fundarboði fylgdi samantekt á skólagjöldum í sveitarfélögum af svipaðri stærð og Dalvíkurbyggð. Fræðsluráð samþykkir óbreytta gjaldskrá Tónlistarskólans. Sigurður Jörgen Óskarsson situr hjá við afgreiðslu. c) Gjaldskrá leikskóla.Með fundarboði fylgdi gjaldskrá með tillögu að 5% hækkun á leikskólagjöldum og fæðisgjöldum. Fræðsluráð samþykkir 5% hækkun leikskóla- og fæðisgjalda. d) Gjaldskrá vistunar í Frístund.  Með fundarboði fylgdi tillaga að hækkun á gjaldskrá Frístundar.  Fræðsluráð samþykkir að vistunargjöld hækki úr 300 kr. í 315 kr. á klst og fæði úr 200 kr. í 210 kr. á dag.