Samningur um tjaldsvæðið á fiskidaginn

Málsnúmer 201204041

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 36. fundur - 07.05.2012

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að samningi Dalvíkurbyggðar og Dalvík / Reyni vegna gæslu, eftirlits og innheimtu á tjaldsvæðinu á Dalvík í Fiskidagsvikunni.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með lítilsháttar breytingum og vísar honum til afgreiðslu  við Dalvík / Reyni og bæjarstjórn.

  

Íþrótta- og æskulýðsráð - 38. fundur - 11.09.2012

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir framkvæmd á tjaldsvæðisgæslu á Fiskidaginn mikla 2012 en skýrslan frá UMFS mun berast á næstu dögum og verður lögð fyrir á næsta fundi ráðsins.