Útboð á rekstri tjaldsvæðis

Málsnúmer 201311295

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 51. fundur - 03.12.2013

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir framkvæmdir á tjaldsvæðinu og hugmyndir sveitarstjórnar um útboð. Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir rökum byggðaráðs vegna þessa en ráðið telur ekki tímabært að bjóða rekstur út og leggur því til að ákvörðun um slíkt verði frestað um 2 ár nema að ný rök komi fram.

Byggðaráð - 685. fundur - 12.12.2013

Á 51. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. desember 2013 var eftirfarandi bókað:
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir framkvæmdir á tjaldsvæðinu og hugmyndir sveitarstjórnar um útboð.

Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir rökum byggðaráðs vegna þessa en ráðið telur ekki tímabært að bjóða rekstur út og leggur því til að ákvörðun um slíkt verði frestað um 2 ár nema að ný rök komi fram.

Byggðarráð bendir á að bókun byggðarráðs, mál 201302067, þann 7. nóvember 2013 var:  Jafnframt samþykkir byggðarráð með 3 atkvæðum að hugað verði að því að útvista rekstri á tjaldsvæðinu á Dalvík.

Byggðarráð telur eðlilegt að málið verði áfram skoðað.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 53. fundur - 04.02.2014

Á 685. fundi byggðaráðs var ítrekuð ósk um útvistun á rekstri tjaldsvæðis.

Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skoða rekstrarform tjaldsvæða hjá sveitarfélögum að sambærilegri stærð fyrir næsta fund ráðsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 54. fundur - 04.03.2014

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti samantekt, sem fylgdi með fundarboði, á því með hvaða hætti tjaldsvæði eru rekin á Norðurlandi. Þau eru ýmist rekin af sveitarfélögunum sjálfum, þá oftast með tengingu við íþróttamiðstöðvar, eða svæðin boðin út til rekstraraðila.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir þeim möguleika að láta vinnuskóla sjá um svæðið á virkum dögum og að ráðinn yrði starfsmaður um helgar til að sjá um tjaldsvæðið. Nokkur umræða var um hvort íþróttafélög gætu verið hentugur rekstraraðili að tjaldsvæðinu og er það leið sem íþrótta- og æskulýðsráð er áhugasamt um að skoða nánar.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að rekstur svæðisins verði ekki boðinn út þetta sumarið. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falin nánari útfærsla á starfsmannahaldi í samvinnu við Vinnuskóla og íþróttamiðstöð.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 62. fundur - 11.11.2014

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti hvernig rekstur tjaldsvæðisins fór fram í sumar og hvaða mögleikar eru í stöðunni. Farið var yfir kostnað og tekjur síðasta sumars og möguleikinn um að samtvinna útboð á rekstri tjaldsvæðis í Árskógi ræddur með mögleikanum á að bjóða út rekstur félagsheimilisins yfir sumartímann.

Íþrótta- og æskuýðsráð frestar ákvörðun til næsta fundar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 63. fundur - 09.12.2014

Á 62. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var útboð á rekstri tjaldsvæðis tekið til umræðu en afgreiðslu frestað.
Íþrótta- og æskulýðsráð telur ekki ástæðu til að bjóða út rekstur tjaldsvæðisins og vill halda rekstri þess óbreyttum a.m.k. eitt ár til viðbótar. Að loknu næsta sumri verður málið tekið upp aftur og metið hvort ástæða þyki að bjóða reksturinn út.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 86. fundur - 07.02.2017

Umræður um útboð á rekstri tjaldsvæðis.
Umræður um undirbúning á útboði á rekstri tjaldsvæðis og var niðurstaðan að formaður og varaformaður óski eftir að mæta á fund byggðaráðs þann 9. febrúar 2017 og í framhaldinu yrði gengið frá útboðsgögnum.

Byggðaráð - 811. fundur - 16.02.2017

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Jón Ingi Sveinsson, varaformaður íþrótta- og æskulýðsráðs, og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:15.



Á 86. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Umræður um útboð á rekstri tjaldsvæðis.

Umræður um undirbúning á útboði á rekstri tjaldsvæðis og var niðurstaðan að formaður og varaformaður óski eftir að mæta á fund byggðaráðs þann 9. febrúar 2017 og í framhaldinu yrði gengið frá útboðsgögnum."



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík verði boðinn út. Byggðaráð felur sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að útbúa útboðsgögn.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 87. fundur - 07.03.2017

Til umræðu var útboð á rekstri tjaldsvæðis.
Íþrótta- og æskulýðsráð felur formanni ráðsins og sviðsstjóra fræðslu- og menningarráðs að stilla upp samninngi um rekstur á tjaldsvæði sem borinn verður undir ráðið.