Fjárhagsáætlun 2022; beiðni um fjárfestingarstyrk

Málsnúmer 202109122

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 132. fundur - 28.09.2021

Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir beiðni Skíðafélags Dalvíkur vegna uppbyggingar næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram drög að uppbyggingaráætlun íþróttafélaga til næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsráð vann í skjalinu á fundinum og vísar heildar tillögu sinni til sveitarstjórnar við gerð fjárhagsætlunar 2022-2025.

Byggðaráð - 1017. fundur - 17.02.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:45:
Í gegnum TEAMS;
Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Óskar Óskarsson, varaformaður, Hjörleifur Einarsson,formaður, Hörður Finnbogason, framkvæmdastjóri.
Frá íþrótta- og æskulýðsráði; Magni Óskarsson og Þórunn Andrésdóttir.
Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskuýðsfulltrúi.

Á staðnum:
Frá íþrótta- og æskulýðsráði; Eydís Arna Hilmarsdóttir.
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.


Á 132. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 28. september 2021 var bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir beiðni Skíðafélags Dalvíkur vegna uppbyggingar næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram drög að uppbyggingaráætlun íþróttafélaga til næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsráð vann í skjalinu á fundinum og vísar heildar tillögu sinni til sveitarstjórnar við gerð fjárhagsætlunar 2022-2025."

Til umræðu ofangreind uppbyggingaráætlun.

Fulltrúar Skíðafélagsins, fulltrúar úr íþrótta- og æskulýðsráði, Gísli Rúnar og Gísli viku af fundi kl. 14:48.
Lagt fram til kynningar.