Fjárhagsáætlun 2022; Frá Golfklúbbnum Hamar; beiðni um fjárfestingastyrki

Málsnúmer 202106117

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 989. fundur - 24.06.2021

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, dagsett þann 19. júní 2021 þar sem fram kemur að Golfklúbburinn Hamar hyggst halda áfram uppbyggingu á svæði sínu inn á Arnarholtsvelli næstu árin og óskar félagið eftir viðbótarstyrkjum frá Dalvíkurbyggð til þeirra verkefna; bygging vélageymslu, framkvæmdir á velli og kaup á slátturróbótum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar í íþrótta- og æskulýðsráði vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 132. fundur - 28.09.2021

Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir beiðni Golfklúbbsins Hamars vegna uppbyggingar næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram drög að uppbyggingaráætlun íþróttafélaga til næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsráð vann í skjalinu á fundinum og vísar heildar tillögu sinni til sveitarstjórnar við gerð fjárhagsætlunar 2022-2025.