Fjárhagsáætlun 2022; Frá Hestamannafélaginu Hringi; styrkur vegna reiðskemmu/reiðhallar.

Málsnúmer 202106114

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 989. fundur - 24.06.2021

Tekið fyrir erindi frá Hestamannafélaginu Hring, dagsett þann 21. júní 2021, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna endurnýjunar á reiðskemmu/reiðhöll félagsins. Horft hefur verið á uppfærslu á núverandi aðstöðu en nú eru hugmyndir um byggingu á nýju húsi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til skoðunar í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 132. fundur - 28.09.2021

Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir beiðni frá Hestamannafélaginu Hring vegna uppbyggingar næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram drög að uppbyggingaráætlun íþróttafélaga til næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsráð vann í skjalinu á fundinum og vísar heildar tillögu sinni til sveitarstjórnar við gerð fjárhagsætlunar 2022-2025.