Reglur hjólabrautar

Málsnúmer 201902081

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 20. fundur - 19.02.2019

Fara þarf yfir reglur sem settar voru við hjólabrautina til bráðabirgða í sumar.
Málinu frestað til næsta fundar.

Ungmennaráð - 21. fundur - 12.03.2019

Reglur um hjólabraut voru unnar til bráðabirgða sl vor. Óskaði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi eftir umsögn um reglurnar hjá ráðinu. Farið var yfir reglurnar frá síðasta sumri.
Ráðið yfirfór reglur um hjólabrautina við Dalvíkurskóla og lagði til nokkrar orðalagsbreytingar á reglunum. Aðeins var samþykkt ein efnisleg breyting, en það var að fækka hámarks fjölda í brautinni úr sex í fjóra.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 110. fundur - 02.04.2019

Á 21. fundi Ungmennaráðs var eftirfarandi bókað: "Ráðið yfirfór reglur um hjólabrautina við Dalvíkurskóla og lagði til nokkrar orðalagsbreytingar á reglunum. Aðeins var samþykkt ein efnisleg breyting, en það var að fækka hámarks fjölda í brautinni úr sex í fjóra"
Reglurnar lagðar fram til umræðu og staðfestingar ráðsins.
Íþrótta- og æskulýðsráðs samþykkir reglurnar eins og þær koma fyrir fundinn og leggur til að bætt verði við að á skólatíma séu reiðhjól ekki leyfð, þar sem það samræmist reglum skólans.