Reglur um afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs

Málsnúmer 201702032

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 87. fundur - 07.03.2017

Farið yfir reglur um afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs.

Ekki voru gerðar breytingar á reglunum. Ráðið samþykkir að gerðar verði vinnu- og viðmiðunarreglur fyrir ráðið varðandi úthlutun styrkja. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að útbúa slíkar vinnureglur.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 98. fundur - 13.02.2018

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að gera drög að vinnureglum vegna stigagjafar umsækjenda í afreks- og styrktarsjóð og leggja fyrir næsta fund. Einnig þarf að skoða aldursviðmið.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 99. fundur - 03.04.2018

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti að aldurstakmörk til umsóknar í sjóðinn verði 14 ár með 5 atkvæðum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 108. fundur - 05.02.2019

Í framhaldi af úthlutun íþrótta- og æskulýðsráð úr afreks- og styrktarsjóði var ákveðið að yfirfara reglur um styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs og vinnureglur tengdar þeim.
Ráðið samþykkir með 5 atkvæðum að þau drög sem unnin voru á fundinum verði send íþróttafélögum í Dalvíkurbyggð til umsagnar og reglurnar svo teknar upp til umræðu á vorfundi íþrótta- og æskulýðsráðs. Frekari afgreiðslu frestað.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 110. fundur - 02.04.2019

Farið yfir þær athugasemdir sem bárust. Aðeins skíðafélag Dalvíkur sendi inn athugsemdir.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að taka umræðu um reglurnar með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð á vorfundi ráðsins í maí.