Ósk um stuðning við verkefnið "1 Blár-strengur"

Málsnúmer 201611054

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 204. fundur - 13.12.2016

Tekið var fyrir rafbréf dagsett 7.nóvember 2016 frá meistaranemum á heilbrigðisvísindasviði í Hákólanum á Akureyri sem sækja um styrk vegna átaksverkefnisins 1 blár strengur sem snýr að því að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn drengjum en rannsóknir sýna að 1 af hverjum 6 verður fyrir því. Fyrirhugað er að halda ráðstefnu um málefnið í Háskólanum á Akureyri í vor. Sótt er um styrk að upphæð 70.000 krónur.
Félagsmálaráð hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitingum í fjárhagsáætlun félagsmálsviðs árið 2017.

Samþykkt með fimm greiddum atkvæðum.