Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2017

Málsnúmer 201611109

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 204. fundur - 13.12.2016

Tekið var fyrir bréf frá Kvennaathvarfinu í nóvember 2016 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir komandi starfsár að fjárhæð 300.000,-. Kvennaathvarfið veitir konum og börnum þeirra skjól þegar dvöl þeirra í heimahúsum er óbærileg vegna ofbeldis. Einnig er boðið upp á viðtöl í Kvennaathvarfinu og ráðgjöf til kvenna í ofbeldissamböndum án þess að til dvalar komi. Kvennaathvarfið er einnig neyðarathvarf fyrir konur sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals.
Félagsmálaráð hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitingum í fjárhagsáætlun félagsmálsviðs árið 2017.

Samþykkt með fimm greiddum atkvæðum.