Aukið samstarf Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna um starfsráðgjöf og atvinnuleit undir heitinu Stígur

Málsnúmer 201311268

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 174. fundur - 27.11.2013

Lagður var fram tölvupóstur frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á frétt sambandsins. Þar er kynnt að ýtt verði úr vör sérstöku verkefni í samvinnu við sveitarfélögin í landinu um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru án bótaréttar í atvinnuleysistryggingakerfinu og njóta fjárhagsaðstoðar frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Verkefnið hefur fengið nafnið Stígur. Markmið verkefnisins er að styrkja viðkomandi einstakling í leit sinni að atvinnu og fækka þannig skjólstæðingum sveitarfélaganna sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda. Um er að ræða þjónustu við fólk sem hefur klárað bótarétt sinn til atvinnuleysisbóta undanfarin ár. Félagsþjónustur sveitarfélaga munu vísa þeim sem í hlut eiga í starfsráðgjöf og vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun samkvæmt sérstöku verklagi.
Lagt fram til kynningar