Lóðasláttur - reglur o.fl.

Málsnúmer 201311270

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 174. fundur - 27.11.2013

Félagsmálastjóri fór yfir erindi frá Byggðarráði dags. 31.10 2013. Byggðarráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að því fyrirkomulagi sem verið hefur á þjónustu vinnuskóla hvað varðar lóðarslátt til elli- og örorkulífeyrisþega verði hætt. Í staðinn verði veittur ákveðinn styrkur til þeirra sem kunna að eiga slíkan rétt gegn framvísun reiknings frá verktaka. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum kr. 200.000 inn á málaflokk 02 vegna þess.
Félagsmálaráð sér ekki fram á að félagsþjónustan geti tekið við auknum verkefnum vegna mikilla anna nema með auknu stöðuhlutfalli. Lagt er til að verkefnið falli undir starf umhverfissviðs.

Félagsmálaráð - 176. fundur - 11.03.2014

Umræður voru um framkvæmd á lóðarslætti og reglur um niðurgreiðslur í sveitarfélaginu.
Félagsmálaráð óskar eftir frekari umræðu um málið í Byggðaráði og óskar eftir því að félagsmálastjóri fylgi málinu eftir.

Félagsmálaráð - 178. fundur - 12.05.2014

Félagsmálastjóri fór yfir drög að reglum um niðurgreiðslu á lóðaslætti til elli- og örorkulífeyrisþega, fjölda einstaklinga sem fékk slátt árið 2013, upplýsingar um verktaka og greiðslur á lóðaslætti árið 2014 sem og skiptingu 400.000 króna áætlaðri niðurgreiðslu sbr. 678 fund byggðarráðs.
Félagsmálaráð vísar reglum og hugmyndum um gjaldskrá til byggðarráðs til umfjöllunar.

Byggðaráð - 698. fundur - 15.05.2014

Á 176. fundi félagsmálaráðs þann 11. mars 2014 var eftirfarandi bókað:
Umræður voru um framkvæmd á lóðarslætti og reglur um niðurgreiðslur í sveitarfélaginu.
Félagsmálaráð óskar eftir frekari umræðu um málið í Byggðaráði og óskar eftir því að félagsmálastjóri fylgi málinu eftir.


Á 178. fundi félagsmálaráðs þann 14. maí 2014 var eftirfarandi bókað:
Félagsmálastjóri fór yfir drög að reglum um niðurgreiðslu á lóðaslætti til elli- og örorkulífeyrisþega, fjölda einstaklinga sem fékk slátt árið 2013, upplýsingar um verktaka og greiðslur á lóðaslætti árið 2014 sem og skiptingu 400.000 króna áætlaðri niðurgreiðslu sbr. 678 fund byggðarráðs.

Félagsmálaráð vísar reglum og hugmyndum um gjaldskrá til byggðarráðs til umfjöllunar.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu reglur um félagslega heimilisþjónustu á vegum Dalvíkurbyggðar með tillögu að breytingum, VI. kafli Niðurgreiðsla á lóðaslætti; 13. og 14. gr.

Einnig fylgdi með samantekt vegna lóðarsláttar sumarið 2013.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að niðurgreiðsla sveitarfélagsins á hvern slátt verði að hámarki kr. 5.000 árið 2014.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja kr. 1.300.000 til viðbótar vegna þessa á fjárhagsáætlun, deild 02-15, og vísar þessu til gerðar heildarviðauka.