Félagslega íbúðakerfið - fjöldi o.fl.

Málsnúmer 201301033

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 166. fundur - 15.01.2013

Kynningu á félagslegu íbúðakerfinu var frestað til næsta fundar.
Frestað til næsta fundar.

Félagsmálaráð - 168. fundur - 09.04.2013

Arnheiður Hallgrímsdóttir, starfsmaður félagsmála-sviðs Dalvíkurbyggðar kom á fundinn undir þessum lið og kynnti fyrir nefndarmönnum stöðuna á félagslegum íbúðum, húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur. Fram kom í máli Arnheiðar að sveitarfélagið á 33 íbúðir, allar í útleigu.
Félagsmálaráð leggur til að sérstakar húsaleigubætur verði frekar auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins.  

Félagsmálaráð - 174. fundur - 27.11.2013

Félagsmálastjóri fór yfir stöðu íbúða í eigu sveitarfélagsins, fjölda þeirra, leiguverð og stöðu lána.
Lagt fram og umræðu fram haldið á næsta fundi.

Félagsmálaráð - 175. fundur - 03.02.2014

Félagsmálastjóri fór yfir fjölda íbúða í eigu Dalvíkurbyggðar, íbúðir í félagslega íbúðakerfinu og yfirlit yfir leigjendur og gildistíma leigusamninga.
Lagt fram til kynningar

Félagsmálaráð - 180. fundur - 09.09.2014

Félagsmálastjóri upplýsti og fór yfir fjölda íbúða í eigu sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar