Þú getur líka ! Fræðsla um geðheilsu og geðsjúkdóma fyrir aðstandendur

Málsnúmer 201311269

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 174. fundur - 27.11.2013

Lagður var fram tölvupóstur dags. 11. nóvember 2013 frá Forvarnar- og fræðslusjóðnum Þú getur!. Sjóðurinn starfar að eflingu geðheilbrigðis með þrjú markmið í huga. Að styrkja þá sem átt hafa við geðræn veikindi til náms með námsstyrkjum, að draga úr fordómum eða það að stuðla að aukinni og vandaðri fræðslu og hvetja til aukinnar sérhæfingar í geðheilbrigðisþjónustu. Þú getur líka! býður upp á að fræðsluerindi ásamt fræðsluefni er nú aðgengilegt á tölvutæku formi og benda á að félagsmálayfirvöld gætu efnt til slíkra fræðslufunda.
Félagsmálastjóra falið að kanna hvenær hægt er að fá fræðslu frá Þú getur líka ! til sveitarfélagsins.