Frá Velferðarsjóði Eyjafjarðar - söfnun

Málsnúmer 202511075

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 292. fundur - 09.12.2025

Tekin fyrir rafpóstur dagsettur 12. nóvember 2025 frá Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðisins þar sem óskað er eftir fjárstuðningin í jólaaðstoð fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Fram kemur í rafpóstinum að árið 2024 óskuðu yfir 520 fjölskyldur og einstaklingar eftir jólaaðstoð. Í ár hafa mánaðarlegar úthlutanir verið vel yfir 500 talsins og er þá jólaaðstoðin ótalin. Það fé sem safnast fyrir jólin núna verður notað til kaupa á gjafakortum í matvörubúðum sem afhendast efnaminni fjölskyldum og einstaklingum á Eyjafjarðarsvæðinu.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að styrkja Velferðarsjóð Eyjafjarðar um 300.000,- krónur tekið af lið 02-11-9110.