Aukið félagsstarf fullorðinna árið 2022 vegna Covid-19

Málsnúmer 202205055

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 258. fundur - 10.05.2022

Tekið fyrir erindi dags. 02.05.2022 frá Félags- og vinnumarkaðsráðherra sem hvetur sveitarfélög til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2022, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19. Gert er ráð fyrir að hvert sveitarfélag geti sótt um 1.200 kr. fyrir hvern íbúa í sveitarfélaginu sem er 67 ára og eldri. Umsóknarfrestur er til 17. maí 2022
Félagsmálaráð felur starfsmönnum sviðsins að sækja um styrk í samvinnu við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sveitarfélagsins.

Félagsmálaráð - 259. fundur - 01.07.2022

Tekið fyrir rafbréf dags. 2. júní 2022 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að umsókn um fjárframlag vegna sérstakra viðbótaverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2022 hafi verið samþykkt.
Lagt fram til kynningar.