Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202108078

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 252. fundur - 31.08.2021

Tekin fyrir rafpóstur dags. 30.08.2021 frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022
Lagt fram til kynningar og tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

Félagsmálaráð - 253. fundur - 14.09.2021

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 30.08.2021, frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2022, sem ákveðið var á síðasta fundi félagsmálaráðs að taka betur fyrir á næsta fundi.
Einnig var lögð fram starfsáætlun ársins 2021 en vinna við gerð starfsáætlunar 2022 er hafin.
Félagsmálaráð kynnti sér umræðupunktana og ætlar að hafa þá til hliðsjónar við yfirferð komandi fjárhagsáætlunargerðar félagsmálasviðs.

Félagsmálaráð - 254. fundur - 19.10.2021

Lagðar voru fyrir fjárhagsáætlun og starfsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2022.
Félagsmálaráð samþykkir fjárhagsáætlun og starfsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2022 með fimm greiddum atkvæðum.

Félagsmálaráð - 256. fundur - 08.02.2022

Farið var yfir fjárhagsáætlun ársins 2022 sem og niðurstöður ársins 2021
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 259. fundur - 01.07.2022

Eyrún Rafnsdóttir, félagsmálastjóri, fór yfir fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 260. fundur - 08.09.2022

Félagsmálastjóri kynnti fjárhagsstöðu félagsmálasviðs fyrir árið 2022. Einnig var farið yfir stöðumat fyrir fyrstu 7 mánuði ársins
Lagt fram til kynningar.