Tímabundinn styrkur til sveitarfélaga vegna tómstunda- og menntunarúrræða barna á flótta Fyrri úthlutun

Málsnúmer 202206012

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 259. fundur - 01.07.2022

Tekið fyrir rafbréf dags. 1. júní 2022 frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu. Um er að ræða úthlutun tímabundins stuðnings við sveitarfélög við að taka á móti auknum fjölda barna á flótta. Sótt var um stuðning fyrir 4 börn í Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð fagnar því að sótt hafi verið um styrk til að styðja við börnin til félagsstarfa og styrkurinn verði nýttur til að efla félagstengsl barnanna.