Hjólasöfnun 2020 - beiðni um samstarf

Málsnúmer 202004038

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 239. fundur - 21.04.2020

Tekið fyrir erindi frá Barnaheill dagsett 25.03.2020 þar sem kynnt er að Barnaheill - Save the Children á Íslandi hefja von bráðar hjólasöfnun sína í níunda sinn. Frá upphafi Hjólasöfnunarinnar árið 2012 hafa rúmlega 2.000 börn og ungmenna notið góðs af því að fá hjól úr söfnuninni og er það ekki síst að þakka því góða samstarfi sem við höfum átt við félagsþjónustur í gegnum tíðina. Hjólasöfnun er unnin í samstarfi við Æskuna- barnahreyfingu IOGT, Sorpu og aðra velunnara. Markmið hjólasöfnunar er að börn og ungmenni í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól. Barnaheill býður öllum félagsþjónustum landsins að taka þátt í verkefninu með þeim og gera skjólstæðingum allra sveitarfélaga kleift að sækja um hjól úr söfnuninni. Umsóknareyðublöð má fá hjá starfsmönnum félagsþjónustu
Félagsmálaráð samþykkir samstarf við Barnaheill og felur starfsfmönnum að setja auglýsingu á heimasíðu sveitarfélagsins og aðstoða fólk við að sækja um ef þess er óskað.