Frá skólastjóra Dalvíkurskóla; Beiðni um viðauka v. launa 2017

Málsnúmer 201710080

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 843. fundur - 01.11.2017

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 4. október 2017 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla að upphæð 1.782.956 kr. vegna mistaka við yfirskriftar launa í fjárhagsáætlanagerð. Um er að ræða launa- og launatengd gjöld í 3 mánuði.

Samkvæmt útreikningum launafulltrúa, dagsett þann 19. október 2017, úr launaáætlunarkerfi er upphæðin kr. 1.600.703.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 19/2017 við deild 04210 að upphæð kr. 1.600.703, mætt með lækkun á handbæru fé.