Frá Brú lífeyrissjóði; Breyting á A-deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum

Málsnúmer 201703138

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 817. fundur - 06.04.2017

Tekið fyrir bréf frá Brú lífeyrissjóði, dagsett þann 31. mars 2017, þar sem gerð er grein fyrir breytingum á A-deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997 með setningu laga nr. 127/2016. Breytingarnar taka gildi 1. júní n.k. Við vinnslu laganna var áætlað að heildarframlag launagreiðenda vegna A- deildar Brúar næmi um 36,5 ma.kr. og varúðarsjóðurinn 2,6 ma.kr. Hjá Brú lífeyrissjóði er unnið að undirbúningi á uppgjörum launagreiðanda á lífeyrisaukasjóði og varúðarsjóði. Til að vinna uppgjörið hefur sjóðurinn tekið saman gögn úr iðgjaldabókhaldi sjóðsins en auk sveitarfélagsins hafa fyrirtæki / stofnanir sem fram koma í meðfylgjandi skjali greitt í A-deild sjóðsins á árabilinu 1998-2016 og eru á ábyrgð sveitarfélagsins. Óskað er eftir svari eigi síðar en 30. apríl 2017.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari skýringum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á ofangreindum breytingum.

Byggðaráð - 823. fundur - 01.06.2017

Tekinn fyrir rafpóstur frá Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 24. maí 2017, þar sem fram kemur að meðfylgjandi er erindi sem sent hefur verið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og fjallar um breytingar á reglugerðum, svo tryggt verði að meðferð skuldbindinga vegna uppgörs þeirra við A-deild Brúar verði í samræmi við kynningar og umfjöllun framkvæmdastjóra sambandsins undanfarin ár, um þau fjárhagslegu áhrif sem samkomulag um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna með tilheyrandi lagabreytingum um LSR, og breyttar samþykktir fyrir A-deild Brúar, fela í sér. Tillagan er unnin í samvinnu sambandsins, KPMG, o.fl. sérfræðinga. Stjórn sambandsins hefur einnig gert bókun um þetta mál sem er í samræmi við framangreint.


Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 842. fundur - 26.10.2017

Á 817. fundi byggðaráðs þann 6. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Brú lífeyrissjóði, dagsett þann 31. mars 2017, þar sem gerð er grein fyrir breytingum á A-deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997 með setningu laga nr. 127/2016. Breytingarnar taka gildi 1. júní n.k. Við vinnslu laganna var áætlað að heildarframlag launagreiðenda vegna A- deildar Brúar næmi um 36,5 ma.kr. og varúðarsjóðurinn 2,6 ma.kr. Hjá Brú lífeyrissjóði er unnið að undirbúningi á uppgjörum launagreiðanda á lífeyrisaukasjóði og varúðarsjóði. Til að vinna uppgjörið hefur sjóðurinn tekið saman gögn úr iðgjaldabókhaldi sjóðsins en auk sveitarfélagsins hafa fyrirtæki / stofnanir sem fram koma í meðfylgjandi skjali greitt í A-deild sjóðsins á árabilinu 1998-2016 og eru á ábyrgð sveitarfélagsins. Óskað er eftir svari eigi síðar en 30. apríl 2017. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari skýringum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á ofangreindum breytingum."

Til umræðu ofangreint.

Þorsteinn vék af fundi kl. 15:26
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 848. fundur - 07.12.2017

Tekinn fyrir rafpóstur frá Brú lífeyrissjóði, dagsettur þann 1. desember 2017, þar sem fram kemur að séð er fyrir endann á uppgjörum á framlögum sveitarfélaga/launagreiðendum vegna breytinga á A deild sjóðsins en endanlegar niðurstöður liggja fyrir eigi síðar en 20. desember og stjórn sjóðsins hefur ákveðið að eindagi á greiðslum verði eigi síðar en 31. janúar 2018. Framlögin skiptast í þrennt;

Jafnvægissjóður sem er uppgjör á halla áfallinna lífeyrisskuldbindinga A deildar þann 31.maí 2017.
Lífeyrisaukasjóður sem er uppgjör á reiknuðum framtíðarskuldbindingum frá 31.maí 2017
Varúðarsjóður sem er uppgjör á varúðarsjóði sem er ætlað að standa til vara að baki lífeyrisaukasjóðnum ef eignir lífeyrisaukasjóðsins duga ekki til að hann geti staðið við hlutverk sitt.

Byggðaráð - 851. fundur - 11.01.2018

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundnn að nýju kl. 15:12 og tók við fundarstjórn að nýju.

Tekinn fyrir rafpóstur frá Brú lífeyrissjóði, dagsettur þann 4. janúar 2018, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að uppgjöri fyrir sveitarfélagið vegna breytinga á A-deildinni. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggðar fari yfir drögin og komi með ábendingar og athugasemdir. Samkvæmt uppgjörsdrögunum þarf Dalvíkurbyggð að greiða um 62,9 m.kr. í jafnvægissjóð, um 190,9 m.kr. í lífeyrisaukasjóð, og um 20,5 m.kr í varúðarsjóð, eða alls um 274 m.kr. Greiðslur eiga að berast eigi síðar en 31. janúar 2018. Einnig liggja fyrir drög að uppgjöri vegna Hafnasamlags Eyjafjarðar, sem slitið var árið 2007.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð lýsir furðu sinni á skömmum afgreiðslufresti Brúar lífeyrissjóðs en uppgjörinu og stjórnsýslulegri meðferð skal vera lokið eigi síðar en 31. janúar 2018.

Sveitarstjórn - 299. fundur - 16.01.2018

Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Brú lífeyrissjóði, dagsettur þann 4. janúar 2018, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að uppgjöri fyrir sveitarfélagið vegna breytinga á A-deildinni. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggðar fari yfir drögin og komi með ábendingar og athugasemdir. Samkvæmt uppgjörsdrögunum þarf Dalvíkurbyggð að greiða um 62,9 m.kr. í jafnvægissjóð, um 190,9 m.kr. í lífeyrisaukasjóð, og um 20,5 m.kr í varúðarsjóð, eða alls um 274 m.kr. Greiðslur eiga að berast eigi síðar en 31. janúar 2018. Einnig liggja fyrir drög að uppgjöri vegna Hafnasamlags Eyjafjarðar, sem slitið var árið 2007. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð lýsir furðu sinni á skömmum afgreiðslufresti Brúar lífeyrissjóðs en uppgjörinu og stjórnsýslulegri meðferð skal vera lokið eigi síðar en 31. janúar 2018."

Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu:

„Sveitarstjórn felur byggðaráði heimild til fullnaðarafgreiðslu á uppgjöri sveitarfélagsins við Brú lífeyrissjóð og uppgjöri vegna Hafnasamlags Eyjafjarðar við Brú lífeyrissjóð. Jafnframt felur sveitarstjórn byggðaráði heimild til fullnaðarafgreiðslu vegna lántöku allt að 214.500.000,- til að mæta þessu uppgjöri fyrir 15. febrúar 2018.“
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar.

Byggðaráð - 853. fundur - 25.01.2018

Á 299. fundi sveitarstjórnar þann 16. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir rafpóstur frá Brú lífeyrissjóði, dagsettur þann 4. janúar 2018, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að uppgjöri fyrir sveitarfélagið vegna breytinga á A-deildinni. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggðar fari yfir drögin og komi með ábendingar og athugasemdir. Samkvæmt uppgjörsdrögunum þarf Dalvíkurbyggð að greiða um 62,9 m.kr. í jafnvægissjóð, um 190,9 m.kr. í lífeyrisaukasjóð, og um 20,5 m.kr í varúðarsjóð, eða alls um 274 m.kr. Greiðslur eiga að berast eigi síðar en 31. janúar 2018. Einnig liggja fyrir drög að uppgjöri vegna Hafnasamlags Eyjafjarðar, sem slitið var árið 2007. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð lýsir furðu sinni á skömmum afgreiðslufresti Brúar lífeyrissjóðs en uppgjörinu og stjórnsýslulegri meðferð skal vera lokið eigi síðar en 31. janúar 2018." Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu: „Sveitarstjórn felur byggðaráði heimild til fullnaðarafgreiðslu á uppgjöri sveitarfélagsins við Brú lífeyrissjóð og uppgjöri vegna Hafnasamlags Eyjafjarðar við Brú lífeyrissjóð. Jafnframt felur sveitarstjórn byggðaráði heimild til fullnaðarafgreiðslu vegna lántöku allt að 214.500.000,- til að mæta þessu uppgjöri fyrir 15. febrúar 2018.“
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar."

Til upplýsingar:
a) Sveitarfélagið hefur fengið sent gögn sem eru forsendur að uppgjörinu.
b) Hlutdeild Dalvikurbyggðar í uppgjöri vegna Hafnasamlag Eyjafjarðar, er 63,49% eða kr. 506.081.
c) Sótt hefur verið um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 855. fundur - 08.02.2018

Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Til upplýsingar: a) Sveitarfélagið hefur fengið sent gögn sem eru forsendur að uppgjörinu. b) Hlutdeild Dalvikurbyggðar í uppgjöri vegna Hafnasamlag Eyjafjarðar, er 63,49% eða kr. 506.081. c) Sótt hefur verið um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga."

Upplýst var á fundinum að Lánasjóður sveitarfélaga hefur boðið skammtímalán til að brúa bilið til að hægt sé að standa skil á greiðslum í síðasta lagi 15. febrúar n.k. þar til langtímafjármögnun liggur fyrir. Dalvíkurbyggð ætlar að þiggja boð sjóðsins um brúarlán.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 856. fundur - 15.02.2018

Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: "Til upplýsingar: a) Sveitarfélagið hefur fengið sent gögn sem eru forsendur að uppgjörinu. b) Hlutdeild Dalvikurbyggðar í uppgjöri vegna Hafnasamlag Eyjafjarðar, er 63,49% eða kr. 506.081. c) Sótt hefur verið um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga." Upplýst var á fundinum að Lánasjóður sveitarfélaga hefur boðið skammtímalán til að brúa bilið til að hægt sé að standa skil á greiðslum í síðasta lagi 15. febrúar n.k. þar til langtímafjármögnun liggur fyrir. Dalvíkurbyggð ætlar að þiggja boð sjóðsins um brúarlán.
Lagt fram til kynningar."

a) Tekið fyrir endanlegt samkomulag á milli Brúar og Dalvíkurbyggðar um uppgjör á framlögum í Jafnvægissjóð, Lífeyrisaukasjóð og Varúðarsjóð, alls kr. 274.363.526.
b) Tekið fyrir samkomulag á milli Brúar og Hafnasamlags Eyjfarðar bs. um uppgör á framlagi í Jafnvægissjóð, kr. 797.103. Fyrir liggur að sveitarfélögin Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð og Hafnasamlag Norðurlands skipta með sér greiðslu í samræmi við skilabréf skilanefndar HSE frá 2. maí 2007.

Dalvíkurbyggð greiðir 63,49%, Hafnasamlag Norðurlands 26,74% og Fjallabyggð 9,78%.

c) Tekinn fyrir lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga nr. 1802_13 um lántöku að upphæð kr. 214.500.000 til 15 ára. Um er að ræða verðtryggt lán með breytilegum vöxtum, nú 2,65%. Um er að ræða lántöku vegna uppgjörs við Brú, samanber ofangreint. Í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 er gert ráð fyrir lántöku Aðalsjóðs að upphæð kr. 169.500.000 en skv. upplýsingum við gerð fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir að uppgjörsfjárhæðin við Brú yrði lægri.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint samkomulag á milli Brúar og Dalvíkurbygðgar um uppgjör á framlögum og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint samkomulag á milli Brúar og Hafnasamlags Eyjafjarðar um uppgjör á framlagi í Jafnvægissjóð og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga.

Byggðaráð með fullnaðarumboð frá sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir hér með samhljóða með 3 atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 214.500.000 kr. til 15 ára, í samræmi við lánasamning nr. 1802_13 sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið vegna uppgjörs við lífeyrissjóðinn Brú.
Jafnframt er Bjarna Th. Bjarnasyni, sveitarstjóra, kt. 200864-4419 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalvíkurbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka 3/2018 við fjárhagsáætlun 2018 þar sem heimild Aðalsjóðs til lántöku er hækkuð úr kr. 169.500.000 í kr. 214.500.000, eða um kr. 45.000.000.

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

Á 856. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar 2018 var eftirfarandi meðal annars bókað vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð og lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga:
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka 3/2018 við fjárhagsáætlun 2018 þar sem heimild Aðalsjóðs til lántöku er hækkuð úr kr. 169.500.000 í kr. 214.500.000, eða um kr. 45.000.000.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2018, heimild til að hækka lántöku Aðalsjóðs úr kr. 169.500.000 og í kr. 214.500.000 eða um kr. 45.000.000.