Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Fjárhagsstaða Skíðafélags Dalvíkur

Málsnúmer 201706026

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 824. fundur - 08.06.2017

Tekið fyrir bréf frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, dagsett þann 5. júní 2017, þar sem farið er yfir fjárhagsstöðu Skíðafélags Dalvíkur, viðhaldsmál og fleira. Fram kemur m.a. að Skíðafélagið á eftir að fá 2,0 m.kr. af styrk frá sveitarfélaginu og stjórnin sér ekki annað í stöðunni en að félagið verði að fá þessa peninga greidda út strax.

Til umræða ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Skíðafélag Dalvíkur fái greitt strax það sem eftir stendur af styrkveitingu ársins.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá stjórn Skíðafélags Dalvíkur á fund byggðaráðs í ágúst ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Byggðaráð - 832. fundur - 31.08.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og mættir frá íþrótta- og æskulýðsráði Kristinn Ingi Valsson, formaður, og Jóna Guðrún Jónsdóttir, varamaður.

Frá Skíðafélagi Dalvíkur mættu Snæþór Arnþórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, Elísa Rán Ingvarsdóttir og Óskar Óskarsson.

Á 824. fundi byggðaráðs þann 8. júní 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, dagsett þann 5. júní 2017, þar sem farið er yfir fjárhagsstöðu Skíðafélags Dalvíkur, viðhaldsmál og fleira. Fram kemur m.a. að Skíðafélagið á eftir að fá 2,0 m.kr. af styrk frá sveitarfélaginu og stjórnin sér ekki annað í stöðunni en að félagið verði að fá þessa peninga greidda út strax. Til umræða ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Skíðafélag Dalvíkur fái greitt strax það sem eftir stendur af styrkveitingu ársins.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá stjórn Skíðafélags Dalvíkur á fund byggðaráðs í ágúst ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa."

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir formlegu erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur um viðbótarstyrk árið 2017 til að koma rekstri skíðasvæðsins af stað í vetur.

Byggðaráð - 834. fundur - 14.09.2017

Á 832. fundi byggðaráðs þann 31. ágúst 2017 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og mættir frá íþrótta- og æskulýðsráði Kristinn Ingi Valsson, formaður, og Jóna Guðrún Jónsdóttir, varamaður. Frá Skíðafélagi Dalvíkur mættu Snæþór Arnþórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, Elísa Rán Ingvarsdóttir og Óskar Óskarsson. Á 824. fundi byggðaráðs þann 8. júní 2017 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir bréf frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, dagsett þann 5. júní 2017, þar sem farið er yfir fjárhagsstöðu Skíðafélags Dalvíkur, viðhaldsmál og fleira. Fram kemur m.a. að Skíðafélagið á eftir að fá 2,0 m.kr. af styrk frá sveitarfélaginu og stjórnin sér ekki annað í stöðunni en að félagið verði að fá þessa peninga greidda út strax. Til umræða ofangreint. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Skíðafélag Dalvíkur fái greitt strax það sem eftir stendur af styrkveitingu ársins. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá stjórn Skíðafélags Dalvíkur á fund byggðaráðs í ágúst ásamt íþrótta- og æskulýðsráði, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa." Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir formlegu erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur um viðbótarstyrk árið 2017 til að koma rekstri skíðasvæðisins af stað í vetur. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi, dagsett þann 11. september 2017, þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu til rekstrar, öryggismála og aðkallandi viðhalds á skíðasvæðinu og eignum félagsins á árinu 2017-2018. Óskað er eftir kr. 4.000.000 til að hægt verði að hefja skíðavertíðina 2017. Að auki er óskað eftir kr. 5.000.000 viðbótarstyrk fyrir árið 2018 vegna viðhalds og endurnýjun á búnaði.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni Skíðafélags Dalvíkur um kr. 4.000.000 viðbótarstyrk á árinu 2017 og viðauka við fjárhagsáætlun 2017, deild 06800.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa beiðni Skíðafélags Dalvíkur um viðbótarstyrk árið 2018 til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 93. fundur - 18.09.2017

Afgreiðslu frestað. Auka fundur ákveðinn þriðjudaginn 19. september kl. 8:15.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 94. fundur - 19.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur um aukin styrk árið 2018.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að viðbótarstyrkur til skíðafélagsins árið 2018 verði allt að kr. 5.000.000.- eftir framvindu með fyrirvara um að aukning fáist á fjárhagsramma. Vísað er í heildar samantekt undir máli 201705174. Verði styrkurinn samþykktur óskar íþrótta- og æskulýðsráð eftir að framvinduskýrslu vegna framkvæmda og viðhalds verði skilað og greitt verði eftir þeirri skýrslu.