Frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., Fjárhagsáætlun 2017; Sigtún og Ungó (búið að fara í gegnum menningarráð).

Málsnúmer 201609017

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 791. fundur - 08.09.2016

Tekið fyrir erindi frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., rafbréf dagsett þann 1. september 2016, þar sem Kristín A. Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson, óska eftir að við gerð fjárhagsáætlunar 2017 verði tekið tillit til tillagna þeirra um að farið verði í endurnýjun á snyrtingum í anddyri Ungó sem er samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra og að búinn verði til gluggi milli sýningarrýmis Ungó yfir i setustofu Bakkabræðra á efri hæð kaffihúss Bakkabræðra.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til Eignasjóðs og menningaráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðum frá Eignasjóði og menningaráði og tillögur að afgreiðslu.

Menningarráð - 58. fundur - 27.09.2016

Með fundarboði liggur fyrir tvíþætt beiðni frá forsvarsmönnum Kaffihússins Bakkabræðra. Endurnýjun á salernisaðstöðu í Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra og að settur verði sýningargluggi á vegginn úr setustofu á 2. hæð kaffihússins yfir í rýmið þar sem sýningarvélarnar í Ungó standa.
Beiðni um endurnýjun á klósettaðstöðu í Ungó. Niðurstaðan menningarráðs er að endurnýjunar á klósettaðstöðu sé þörf. Lagt er til að eignarsjóður leggi fram kostnaðaráætlun vegna viðhalds og endurnýjunar á klósettaðstöðu og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.





Hvað varðar beiðni Kaffihússins með sýningarglugga inn í rými þar sem nú eru sýningarvélar í Ungó, er Menningarráð hlynnt því að skoða þessa hugmynd og leggur til að eignasjóði verði falið að vinna ítarlega kostnaðaráætlun og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

Byggðaráð - 794. fundur - 06.10.2016

Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið.



Á 58. fundi byggðaráðs þann 27. september 2016 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði liggur fyrir tvíþætt beiðni frá forsvarsmönnum Kaffihússins Bakkabræðra. Endurnýjun á salernisaðstöðu í Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra og að settur verði sýningargluggi á vegginn úr setustofu á 2. hæð kaffihússins yfir í rýmið þar sem sýningarvélarnar í Ungó standa.

Beiðni um endurnýjun á klósettaðstöðu í Ungó. Niðurstaðan menningarráðs er að endurnýjunar á klósettaðstöðu sé þörf. Lagt er til að eignarsjóður leggi fram kostnaðaráætlun vegna viðhalds og endurnýjunar á klósettaðstöðu og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Hvað varðar beiðni Kaffihússins með sýningarglugga inn í rými þar sem nú eru sýningarvélar í Ungó, er Menningarráð hlynnt því að skoða þessa hugmynd og leggur til að eignasjóði verði falið að vinna ítarlega kostnaðaráætlun og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018."



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríkar og Helga ehf. á fund.

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október 2016 var eftirfarandi bókað:

"Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið.

Á 58. fundi byggðaráðs þann 27. september 2016 var eftirfarandi bókað:
'Með fundarboði liggur fyrir tvíþætt beiðni frá forsvarsmönnum Kaffihússins Bakkabræðra. Endurnýjun á salernisaðstöðu í Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra og að settur verði sýningargluggi á vegginn úr setustofu á 2. hæð kaffihússins yfir í rýmið þar sem sýningarvélarnar í Ungó standa.
Beiðni um endurnýjun á klósettaðstöðu í Ungó. Niðurstaðan menningarráðs er að endurnýjunar á klósettaðstöðu sé þörf. Lagt er til að eignarsjóður leggi fram kostnaðaráætlun vegna viðhalds og endurnýjunar á klósettaðstöðu og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Hvað varðar beiðni Kaffihússins með sýningarglugga inn í rými þar sem nú eru sýningarvélar í Ungó, er Menningarráð hlynnt því að skoða þessa hugmynd og leggur til að eignasjóði verði falið að vinna ítarlega kostnaðaráætlun og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.'
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríkar og Helga ehf. á fund."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Leikfélags Dalvíkur á fund sem og að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. á fund.
Byggðaráð óskar eftir að fá áætlun frá Eignasjóði um kostnað vegna endurnýjunar á klósettaðstöðu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingafulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf.

Byggðaráð - 834. fundur - 14.09.2017

Undir þessum lið komu á fund Dana Jóna Sveinsdóttir og Kristín Svava frá Leikfélagi Dalvíkur og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október 2016 var eftirfarandi bókað: "Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið. Á 58. fundi byggðaráðs þann 27. september 2016 var eftirfarandi bókað: 'Með fundarboði liggur fyrir tvíþætt beiðni frá forsvarsmönnum Kaffihússins Bakkabræðra. Endurnýjun á salernisaðstöðu í Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra og að settur verði sýningargluggi á vegginn úr setustofu á 2. hæð kaffihússins yfir í rýmið þar sem sýningarvélarnar í Ungó standa. Beiðni um endurnýjun á klósettaðstöðu í Ungó. Niðurstaðan menningarráðs er að endurnýjunar á klósettaðstöðu sé þörf. Lagt er til að eignarsjóður leggi fram kostnaðaráætlun vegna viðhalds og endurnýjunar á klósettaðstöðu og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Hvað varðar beiðni Kaffihússins með sýningarglugga inn í rými þar sem nú eru sýningarvélar í Ungó, er Menningarráð hlynnt því að skoða þessa hugmynd og leggur til að eignasjóði verði falið að vinna ítarlega kostnaðaráætlun og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.' Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríkar og Helga ehf. á fund."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Leikfélags Dalvíkur á fund sem og að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. á fund. Byggðaráð óskar eftir að fá áætlun frá Eignasjóði um kostnað vegna endurnýjunar á klósettaðstöðu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingafulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf. "


Á 63. fundi menningaráðs þann 8. júní 2017 var eftirfarandi bókað, málsnúmer 201502057:
"Formaður fór yfir það sem er framundan í starfi Leikfélagsins.
Formaður leikfélagsins lagði fram minnispunkta og hugmyndir að nýtingu á Ungó. Fyrir liggur að framlengja þarf samning milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélagsins um afnot á húsnæðinu.
Menningarráð felur sviðsstjóra að uppfæra samning milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur."

Dana Jóna og Kristín gerðu grein fyrir starfsemi Leikfélags Dalvíkur og hugmyndum félagsins að nýtingu Ungós.

Dana Jóna og Kristín véku af fundi kl.13:27.
Lagt fram til kynningar.
Drög að samningi við Leikfélag Dalvíkur mun fara fyrir fund menningarráðs í næstu viku.