Frá Pétri Einarssyni f.h. íbúasamtaka á Hauganesi; Árskógur 1 og nýgerður kaupsamningur

Málsnúmer 201709097

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 834. fundur - 14.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, f.h. íbúasamtaka á Hauganesi, rafpóstur dagsettur þann 11. september 2017, þar sem fram kemur að um sé að ræða formlegt erindi lögfræðings fyrir hönd aðila á Hauganesi sem hafa beðið hann að grennslast fyrir um fullyrðingar sem fram koma í 11 liðum vegna kaupsamnings sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar um eignina Árskógur 1, 621. Dalvík.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir umsögn bæjarlögmanns um þetta mál.

Byggðaráð - 836. fundur - 28.09.2017

Á 834. fundi byggðaráðs þann 14. september 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, f.h. íbúasamtaka á Hauganesi, rafpóstur dagsettur þann 11. september 2017, þar sem fram kemur að um sé að ræða formlegt erindi lögfræðings fyrir hönd aðila á Hauganesi sem hafa beðið hann að grennslast fyrir um fullyrðingar sem fram koma í 11 liðum vegna kaupsamnings sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar um eignina Árskógur 1, 621. Dalvík. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir umsögn bæjarlögmanns um þetta mál."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að svarbréfi við ofangreindu erindi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að svarbréfi eins og það liggur fyrir.

Byggðaráð - 838. fundur - 03.10.2017

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Freydís Dana Sigurðardóttir og Guðröður Ágústsson, búsett og eigendur að Árskógi lóð 1, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:35.

Á 812. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs,Freydís Dana Sigurðardóttir, og Guðröður Ágústsson, tilboðsgjafi í Árskóg lóð 1, kl. 13:00.

Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað: Til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1; einbýlishús ásamt bílskúr. Börkur Þór vék af fundi kl. 10:45.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að tilboðsgjafi komi á næsta fund byggðaráðs.'

Til umræðu óskir tilboðsgjafa um stærri lóð undir íbúðarhúsi og um langtímaleigusamning um land.

Freydís Dana og Guðröður viku af fundi kl. 13:49.
Börkur Þór vék af fundi kl. 14:01.

Byggðaráð tekur jákvætt í stækkun lóðar ef umsókn um stækkun húss berst.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera samninga um beitarhólf í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja gagntilboð Dalvíkurbyggðar um eina viku."

Í bréfi er barst sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þann 31. janúar 2017 kemur fram ósk Freydísar Dönu og Guðraðar um að sækja um stækkun lóðar í kringum Árskóga og þörf fyrir 3-4 hektara beitiland fyrir um 35 hross. Einnig koma fram áform um að fá að stækka bílskúrinn og breyta honum í hesthús. Áætluð er hestaaðstaða fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni þar sem þau stefna á uppbyggingu á ferðaþjónustu á svæðinu.

Til umræðu ofangreint.

Freydís Dana, Guðröður og Börkur viku af fundi kl. 15:35.
Lagt fram til kynningar.