Þróunarstarf á leikskólanum Krílakoti

Málsnúmer 201610041

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 211. fundur - 14.12.2016

Drífa Þórarinsdóttir leikskólastjóri Krílakots sagði frá 700.000 króna styrk sem leikskólinn fékk á árinu úr Þróunarsjóði innflytjendamála og frá þróunarstarfi sem fram fer undir skammstöfuninni LAP og hófst haustið 2015 með styrk frá Sprotasjóði til tveggja ára.

Markmið LAP (Linguistically Appropriate Practice)eru:

-að kennarar tileinki sér að að efla tvítyngi, fjölmenningarlegan skólabrag, vinna gegn fordómum og auka víðsýni.

-að styðja við börn af erlendum uppruna og efla sjálfsmynd þeirra.

-að móðurmál allra sé viðurkennt og litið á tvítyngi sem styrkleika en ekki veikleika.





Fræðsluráð þakkar Drífu fyrir góða kynningu og fagnar því merkilega starfi tengdu fjölmenningu sem unnið er á Krílakoti. Fræðsluráð hvetur sveitarstjórn til að marka heildarstefnu í fjölmenningarmálum fyrir sveitarfélagið og vinna að því að efla tengsl íbúanna.

Byggðaráð - 809. fundur - 26.01.2017

Á 288. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar s.l. var eftirfarandi tillaga Gunnþórs Eyfjörðs Gunnþórssonar samþykkt samhljóða:



"Fræðsluráð, á fundi sínum 14. desember 2016, hvetur sveitarstjórn til að marka heildarstefnu í fjölmenningarmálum fyrir sveitarfélagið og vinna að því að efla tengsl íbúanna. Í skólunum hefur margt gott áunnist í vinnu með fjölmenningu og til er fjölmenningarstefna skóla Dalvíkurbyggðar. Í sveitarfélaginu er fjöldi fólks með ólíkan menningarbakgrunn og í þeim búa tækifæri til að gera gott samfélag enn betra. Árið 2009 gaf Eyþing (landshlutasamtök 13 sveitarfélaga á Norðausturlandi) út metnaðarfulla fjölmenningarstefnu og samkvæmt samtali mínu nú í janúar við framkvæmdastjóra Eyþings ætlar hann að taka það upp á stjórnarfundi að stefnan verði endurskoðuð þar sem fleiri hafa ljáð máls á því. Hann benti einnig á það að í nýrri byggðaáætlun er talsverð áhersla á málefni innflytjenda. Ég legg til að byggðarráð fari yfir stöðu mála fjölmenningar með það að markmiði að vinna að því að móta skýr markmið og setja fram fjölmenningarstefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Slík stefna verði unnin í samvinnu við Eyþing og skólana í Dalvíkurbyggð þar sem fjölmenningarstefnur eru til staðar og unnar fyrir íbúa í sveitarfélaginu, sem og aðra aðila sem kunna að búa að upplýsingum og reynslu sem nýtist við slíka vinnu. Byggðarráð komi málinu í farveg með tilliti til hvaða vinnu þarf að vinna og til hvers, hverjir ættu að vinna hana og á hvaða tímabili. Formaður byggðarráðs er tilbúinn að vera í forystu um gerð stefnunnar."



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela formanni byggðaráðs að koma með tillögu að fulltrúum í vinnuhópinn og erindisbréf fyrir vinnuhópinn.

Byggðaráð - 811. fundur - 16.02.2017

Á 809. fundi byggðaráðs þann 26. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:



"Á 288. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar s.l. var eftirfarandi tillaga Gunnþórs Eyfjörðs Gunnþórssonar samþykkt samhljóða: "Fræðsluráð, á fundi sínum 14. desember 2016, hvetur sveitarstjórn til að marka heildarstefnu í fjölmenningarmálum fyrir sveitarfélagið og vinna að því að efla tengsl íbúanna. Í skólunum hefur margt gott áunnist í vinnu með fjölmenningu og til er fjölmenningarstefna skóla Dalvíkurbyggðar. Í sveitarfélaginu er fjöldi fólks með ólíkan menningarbakgrunn og í þeim búa tækifæri til að gera gott samfélag enn betra. Árið 2009 gaf Eyþing (landshlutasamtök 13 sveitarfélaga á Norðausturlandi) út metnaðarfulla fjölmenningarstefnu og samkvæmt samtali mínu nú í janúar við framkvæmdastjóra Eyþings ætlar hann að taka það upp á stjórnarfundi að stefnan verði endurskoðuð þar sem fleiri hafa ljáð máls á því. Hann benti einnig á það að í nýrri byggðaáætlun er talsverð áhersla á málefni innflytjenda. Ég legg til að byggðarráð fari yfir stöðu mála fjölmenningar með það að markmiði að vinna að því að móta skýr markmið og setja fram fjölmenningarstefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Slík stefna verði unnin í samvinnu við Eyþing og skólana í Dalvíkurbyggð þar sem fjölmenningarstefnur eru til staðar og unnar fyrir íbúa í sveitarfélaginu, sem og aðra aðila sem kunna að búa að upplýsingum og reynslu sem nýtist við slíka vinnu. Byggðarráð komi málinu í farveg með tilliti til hvaða vinnu þarf að vinna og til hvers, hverjir ættu að vinna hana og á hvaða tímabili. Formaður byggðarráðs er tilbúinn að vera í forystu um gerð stefnunnar." Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela formanni byggðaráðs að koma með tillögu að fulltrúum í vinnuhópinn og erindisbréf fyrir vinnuhópinn."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga formanns byggðaráðs að erindisbréfi og skipun í vinnuhópinn.





Tilgangur:

Til verði heildstæð fjölmenningarstefna Dalvíkurbyggðar byggð á fjölmenningarstefnu skólanna í Dalvíkurbyggð og Eyþings.

Að stefnan skýri markmið og leiðir Dalvíkurbyggðar sem sveitarfélags til þess að nýta styrk fjölmenningar til góðra verka á sem flestum sviðum mannlífs.

Að slík stefna styðji við alla nýja íbúa og styðji þá til þátttöku í samfélaginu.



Vinnuhópinn skipa:

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður byggðaráðs.

Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns.

Hópurinn kallar til sín hagsmuna- og kunnáttufólk til að rýna í hugmyndir sem koma upp í vinnu hópsins.



Áætluð skil:

Haustið 2017.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindisbréf og skipun í vinnuhópinn.



Menningarráð - 61. fundur - 02.03.2017

Lagt fram til kynningar.
Menningarráð fagnar því að sveitarfélagið hefur hafið vinnu við mótun heildar stefnu sveitarfélagsins í fjölmenningarmálum.