Sundskáli Svarfdæla; áhugi á kaupum

Málsnúmer 201701050

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 808. fundur - 19.01.2017

Borist hefur fyrirspurn frá fasteignasala hvort standi til að selja Sundskála Svarfdæla.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að halda opinn fund sem fyrst að Rimum um framtíð Sundskála Svarfdæla, áætlað miðvikudaginn 1. febrúar n.k. kl. 16:30.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að undirbúa fundinn í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 811. fundur - 16.02.2017

Á 808. fundi byggðaráðs þann 19. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Borist hefur fyrirspurn frá fasteignasala hvort standi til að selja Sundskála Svarfdæla. Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að halda opinn fund sem fyrst að Rimum um framtíð Sundskála Svarfdæla, áætlað miðvikudaginn 1. febrúar n.k. kl. 16:30. Byggðaráð felur sveitarstjóra að undirbúa fundinn í samræmi við umræður á fundinum."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi áskorun til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar undirrituð á Rimum 1. febrúar 2017 þar sem skorað er á sveitarstjórn að hún gefi það út skýrt og skorinort að Sundskáli Svarfdæla verði áfram samfélagseign og sé ekki til sölu.

Undirskriftir eru 67.



Til umræð ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leita leiða til að koma Sundskála Svarfdæla í rekstur og/eða útleigu, þannig að Sundskáli Svarfdæla verði áfram í eigu Dalvíkurbyggðar.