Erindisbréf vegna framtíðarreksturs Sundskála Svarfdæla

Málsnúmer 201302115

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 44. fundur - 05.03.2013

Með fundarboði fylgdi erindisbréf  vegna starfshóps um framtíðarrekstur Sundskála Svarfdæla.Íþrótta- og æskulýðsráð tilnefnir Dagbjörtu Sigurpálsdóttur í starfshópinn. Íþrótta- og æskulýðsráð staðfestir erindisbréfið og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 48. fundur - 19.06.2013

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og formaður ráðsins upplýstu um stöðu mála og næstu skref. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar upplýsingarnar.

Byggðaráð - 698. fundur - 15.05.2014

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillagar nefndar um framtíðarrekstur Sundskálans í Svarfaðardal. Eftirtaldir eru í nefndinni:

Kristján Hjartarson
Sólveig Sigurðardóttir
Símon Jóhannes Ellertsson
Dagbjört Sigurpálsdóttir
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar.

Nefndin hefur starfað frá febrúar 2013.

Tillögurnar eru tvíþættar:
a)Að koma Sundskálanum i ásættanlegt ástand sem er áætlað að kosti kr. 9.200.000 og verði framkvæmt á árunum 2014 - 2016.

b.1)Lagt er til að skilgreiningu á Sundskálanum verði breytt úr flokki A í flokk C og sótt um að hann verði skráður sem náttúrulaug.
b.2.)Lagt er til að gengið verði til samninga við áhugasaman aðila um rekstur Sundskálans til næstu tveggja ára. Að þeim tíma liðnum verði hann endurskoðaður og metið hvernig til hafi tekist.
b.3.) Tvær leiðir eru færar í því að útvista rekstrinum; annað hvort að leigja bygginguna út eða selja hana með skilyrti notkun.
b.4.) Lagt er til að til þess aðila sem tekur að sér rekstur Sundskálans verði greitt kr. 4.000.000 á ári.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 67. fundur - 21.04.2015

Ljóst er að Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður mun ekki taka að sér rekstur sundskála Svarfdæla. Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því við sveitarstjóra að kanna hvort rekstur sundskálans geti farið með rekstri Húsabakka eða öðrum ferðaþjónustu rekstri á svæðinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 86. fundur - 07.02.2017

Gísli Rúnar kom inn á fundinn kl. 9:50

Til umræðu var fundur um framtíðarrekstur Sundskála Svarfdæla sem haldinn var á Rimum 1. febrúar 2017.
Fram fór umræða um stöðuna og óskar ráðið eftir að mæta á fund byggðaráðs og ræða framtíðaráform Sundskálans.

Byggðaráð - 811. fundur - 16.02.2017

Undir þessum lið komu að auki á fundinn Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kl. 08:32, Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 08:34, og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 08:43.



Á 86. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Gísli Rúnar kom inn á fundinn kl. 9:50 Til umræðu var fundur um framtíðarrekstur Sundskála Svarfdæla sem haldinn var á Rimum 1. febrúar 2017.

Fram fór umræða um stöðuna og óskar ráðið eftir að mæta á fund byggðaráðs og ræða framtíðaráform Sundskálans."



Til umræðu ofangreint.



Kristinn Ingi, Jón Ingi og Ingvar viku af fundi kl. 09:20.
Lagt fram til kynningar.