Starfsmannastefna og starfsmannahandbók; endurskoðun 2014.

Málsnúmer 201401157

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 715. fundur - 30.10.2014

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi endurskoðun starfsmannastefna, sem lagt er til að fái heitið mannauðsstefna, ásamt starfsmannahandbók og stjórnendahandbók.

Vinna við þessa endurskoðun hefur staðið yfir síðan í byrjun mars 2014. Annars vegar var settur stýrihópur og hins vegar rýnihópur:

Stýrihópur;
Sveitarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, launafulltrúi og sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs.

Rýnihópur:
Arnheiður Hallgrímsdóttir frá félagsmálasviði.
Gísli Rúnar Gylfason, Margrét Magnúsdóttir, Katrín Sif Ingvadóttir, Gerður Olafsson og Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson frá fræðslu- og menningarsviði.
Valur Þór Hilmarsson frá umhverfis- og tæknisviði.
Sigurgeir Sigurðsson frá veitu- og hafnasviði.

Stýrihópurinn og rýnihópurinn hittust 2x á fundi, að auki hittist stýrihópurinn á nokkrum vinnufundum sem og vinna á milli funda.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar ásamt starfsmannahandbók og stjórnunarhandbók eins og það liggur fyrir.