Frá nefndasviði Alþingis; Frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Málsnúmer 201410299

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 715. fundur - 30.10.2014

Tekið fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 24. október 2014, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu (heildarlög), 257. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. nóvember n.k.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálaráðs til skoðunar.

Félagsmálaráð - 183. fundur - 25.11.2014

Félagsmálastjóri lagði fram bréf frá nefndarsviði Alþingis dags. 24. október 2014 þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu (heildarlög), 257. mál. Erindinu er einnig vísað til félagsmálaráðs þann 30. október frá Byggðarráði sem samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálaráðs til skoðunar.
Lagt fram til kynningar.