Byggðaráð

735. fundur 21. maí 2015 kl. 13:00 - 16:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Varamaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðaði forföll og varamaður hans, Valdemar Þór Viðarsson, mætti í hans stað.
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans, Heiða Hilmarsdóttir, mætti í hans stað.
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans, Valdís Guðbrandsdóttir, mætti í hans stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201505011Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Frá Málræktarsjóði; Aðalfundur Málræktarsjóðs 2015.

Málsnúmer 201505030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Málræktarsjóði, dagsett þann 30. apríl 2015, þar sem boðað er til aðalfundar Málræktarsjóðs föstudaginn 12. júní kl. 15:30 á Hótel Sögu. Dalvíkurbyggð hefur rétt til að tilnefna einn mann í fulltrúaráðið, en átti ekki fulltrúa á síðasta aðalfundi. Tilnefningar fyrir næsta aðalfund þurfa að berast eigi síðar en 22. maí n.k.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá LSR og LH; Ársfundir LSR og LH 2015.

Málsnúmer 201505044Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá LSR, dagsettur þann 6. maí 2015, þar sem boðað er til ársfundar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga fimmtudaginn 21. maí í húsnæði sjóðanna að Engjateigi 11 í Reykjavík og hefst fundurinn kl. 15:00. Launagreiðendur sem greiða iðgjald fyrir starfsmenn sína til LSR og LH eiga rétt á að senda einn eða fleiri fulltrúa á ársfundinn. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Aðalfundarboð.

Málsnúmer 201505051Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 5. maí 2015, þar sem boðað er til aðalfundar Markaðsstofu Norðurlands miðvikudaginn 20. maí n.k. kl. 13 - 15. Upplýst var á fundinum að búið er að færa aðalfundinn til föstudagsins 22. maí 2015. Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn eða varastjórn þurfa að láta vita fyrir aðalfund og um mætingu á fundinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, sæki fundinn og fari með umboð Dalvíkurbyggðar á fundinum.

5.Frá BHS; Aðalfundarboð 2015.

Málsnúmer 201505101Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá BHS þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 28. maí n.k. kl. 20:00 á kaffistofunni að Fossbrún 2.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja fundinn og fara með umboð Dalvíkurbyggðar á fundinum.

Byggðaráð ítrekar vilja sveitarfélagsins hvað varðar sölu á eignarhluta sínum í félaginu.

6.Frá Greiðri leið ehf.; Aðalfundur Greiðrar leiðar 2015.

Málsnúmer 201505107Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá framkvæmdastjóra Eyþings og stjórnarformanni Greiðrar leiðar ehf, dagsettur þann 15. maí 2015, þar sem með bréfi er boðað til aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. föstudaginn 29. maí n.k. að Hafnarstræti 91 á Akureyri og hefst fundurinn kl. 11:00.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sæki fundinn og fari með umboð Dalvíkurbyggðar á fundinum.

7.Frá nefndasviði Alþingis; Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 361. mál.

Málsnúmer 201505040Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis dagsettur þann 6. maí 2015 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Aþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykavíkurflugvelli, 361. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 12. maí s.l.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá nefndasviði Alþingis; Frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, 703. mál.

Málsnúmer 201505048Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 4. maí 2015, þar sem fram kemur að allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, 703. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 15. maí n.k.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Stöðumat stjórnenda janúar - mars 2015.

Málsnúmer 201504078Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir og kynnti stöðumat stjórnenda hvað varðar stöðu rekstrar í samanburði við fjárhagsáætlun janúar - mars 2015.

Einnig var kynnt rekstraryfirlit janúar - mars 2015 og staða málaflokka og deilda í samanburði við fjárhagáætlun 2015.Með stöðumati leikskólastjóra Kátakots og Krílakots fylgdi bréf dagsett þann 29. apríl 2015 þar sem upplýst er um kostnað vegna veikindaleyfa sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun, alls kr. 1.184.000. Fram kemur að ekki er metin ástæða til að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun að sinni en staðan verður endurmetin við næsta stöðumat og þá skoðað hvort þörf sé á beiðni um aukafjárveitingu.Staða málaflokka og deilda er almennt metin í lagt af stjórnendum með þeim undantekningum sem fram koma í málum 10, 11, og 12 á dagskrá sem og ofangreind ábending frá leikskólastjóra.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Snjómokstur 2015; beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun.

Málsnúmer 201505077Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 12. maí 2015, þar sem hann vísar í stöðumat janúar- mars 2015 þar sem fram kemur að allir þeir fjármunir sem gert var ráð fyrir vegna snjómoksturs 2015 eru búnir. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs óskar því eftir kr. 12.000.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2015 á lið 10-60-4948.Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti á fundinum að í fjárhagsáætlun 2015 er gert ráð fyrir kr. 14.888.0000 en þegar búið að bókað kr. 18.453.404 miðað við 21. maí 2015.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 8.400.000. Vísað á lið 10-60-4948 sem viðauki við fjárhagsáætlun 2015 og til lækkunar á handbært fé.

11.Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

Málsnúmer 201505095Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 12. maí 2015, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna framfærslu og vegna launa fyrir fötluð ungmenni sem eru að vinna í sumar.Vegna sumarvinnu fatlaðra framhaldsskólabarna, kr. 952.603.

Vegna fjárhagsaðstoðar, kr. 5.000.000. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að heimild vegna deildar 02-11 er kr. 7.798.200 en búið er að bóka kr. 7.051.259 miðað við 21. maí 2015.

Alls beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015; kr. 5.952.603.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar beiðnir um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 og að þessari hækkun sé mætt með lækkun á handbæru fé.

12.Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Bakkavarnir við Svarfaðardalsá, ósk um viðauka.

Málsnúmer 201505118Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, bréf dagsett þann 19. maí 2015, þar sem óskað er eftir auknu framlagi sem nemur kr. 1.000.000 vegna bakkavarna við Svarfaðardalsá. Fram kemur að eftir að framkvæmdir hófust við brunnsvæði Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar í Svarfaðardal kom í ljós að verkið yrði umfangsmeira en gert var ráð fyrir. Sviðsstjóri leggur til að fært verði fjármagn frá lið í núverandi framkvæmdaáætlun sem nefndur er "Endurnýja lagnafyrirkomulag í kjallara á Bakkaeyrum".
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka og færslu um kr. 1.000.000 á milli verkefna.

13.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Tímarammi vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019

Málsnúmer 201505076Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að tímaramma vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillöguna eins og hún liggur fyrir.

14.Frá íþrótta- og æskulýðsráði; Skýrsla vinnuhóps um uppbyggingu vallarsvæðis UMFS.

Málsnúmer 201504122Vakta málsnúmer

Á 68. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 5. maí 2015 var eftirfarandi bókað:

"2. 201504122 - Skýrsla vinnuhóps um uppbyggingu vallarsvæðis UMFS

Skýrsla vinnuhóps um uppbyggingu á vallarsvæði UMFS ásamt þriggja ára áætlun um endurbætur og viðhald var lögð fram. Í vinnuhópnum voru Björn Friðþjófsson, Ingibjörg María Ingvadóttir,Jónína Guðrún Jónsdóttir, Kristinn Ingi Valsson, Valdís Guðbrandsdóttir og Gísli Rúnar Gylfason.Í skýrslunni er lagt til að UMFS fái kr. 1.000.000 til viðbótar við þær þrjár milljónir sem þegar hafa verið samþykktar aukalega í viðhald vallarins árið 2015. Í skýrslunni er einnig lagt til að fjármagn næstu tveggja ára verði um 7 milljónir á ári og í framhaldinu kr. 5.000.000. á ári.Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir skýrsluna og óskar eftir við byggðaráð aukafjárveitingu að upphæð kr. 1.000.00 í viðhald vallar árið 2015. Fjárþörf árin 2016 og 2017 er metin að upphæð kr. 7.000.000 á ári og 2018 og 2019 kr. 5.000.000 á ári er vísað til endurnýjunar á samningi við félagið og er því óskað eftir að byggðaráð taki tillit til þess við rammaúthlutun."Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2015 styrk til UMFS vegna umhirðu á knattspyrnuvelli að upphæð kr. 1.000.000. Vísað á deild 06-80.

15.Frá stjórnsýslunefnd; Hverfisnefndir í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201501155Vakta málsnúmer

Á 726. fundi byggðaráðs þann 12. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:

"201501155 - Frá 260. fundi umhverfisráðs; Hverfisnefndir í Dalvíkurbyggð, kl. 13:35.Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 13:53 Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.Á 260. fundi umhverfisráðs þann 6. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:

"Umhverfisstjóri kynnir hugmynd að hverfanefndum í Dalvíkurbyggð.

Hlutverk hverfisnefnda er að vera vettvangur íbúanna til að hafa áhrif á næsta umhverfi sitt.Umhverfisráði lýst vel á hugmyndina og vísar erindinu til afgreiðslu byggðarráðs og leggur einnig til að umhverfisstjóri kynni hana fyrir ráðinu."Með fundarboðinu fylgdi drög að samþykkt fyrir hverfisnefndir í Dalvíkurbyggð.Til umfjöllunar ofangreint.Valur Þór og Börkur viku af fundi kl. 14:13.Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umræðu í framkvæmdastjórn og stjórnsýslunefnd."Fundur stjórnsýslunefndar var haldinn 13. maí 2015.

Niðurstaða stjórnsýslunefndar er að leggja til við byggðaráð að setja ekki á laggirnar hverfisnefndir þar sem um mikla umsýslu og kostnað væri að ræða. Menn sjá heldur ekki þörfina í ekki stærra sveitarfélagi þar sem íbúar hafa gott aðgengi að kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins til að koma hugðarefnum sínum á framfæri.

Lagt er til að haldnir verði a.m.k. einu sinni á ári opnir stjórnsýslunefndarfundir; 1 á Árskógsströnd, 1 í Svarfaðardal/Skíðadal og 1 á Dalvík.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir niðurstöður af stjórnsýslunefndarfundi.

16.Frá stjórnsýslunefnd; Akstur barna í félagsmiðstöð er búa utan Dalvíkur.

Málsnúmer 201410298Vakta málsnúmer

Á 726. fundi byggðaráðs þann 12. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:

"201410298 - Frá 65. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs; Akstur barna í félagsmiðstöð er búa utan Dalvíkur.Á 65. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið sat Viktor Már Jónasson forstöðumaður Víkurrastar.

Á 63. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs gerði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi grein fyrir fundi sam haldinn var með foreldrum barna er búa utan Dalvíkur. Afgreiðslu var frestað.Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telur ekki vera svigrúm innan núverandi fjárhagsáætlunar til að geta sinnt akstri fyrir börn er búa utan Dalvíkur.Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að gerð verði tilraun með akstur í 5 skipti nú í vor. Óskað er eftir aukafjárveitingu sem nemur 200.000 kr. og erindinu því vísað til Byggðaráðs.Viktor Már Jónasson vék af fundi kl. 10:40. "Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og vísa ofangreindu til umfjöllunar í Stjórnsýslunefnd."Fundur stjórnsýslunefndar var haldinn 13. maí 2015.Niðurstaða stjórnsýslunefndar er að leggja til við byggðaráð að hafnað verði því að bjóða upp á akstur, hvort sem það er til reynslu eða framtíðar.

Aðalrökin sem komu fram að með því væri sett fordæmi fyrir því að sveitarfélagið kosti akstur í aðra tómstunda- og íþróttaiðkun ungmenna.

Lagt er til að skoðað verði hvort ekki sé hægt að bæta þessu við hvatagreiðslur í ÆskuRækt þannig að hægt verði að sækja um niðurgreiðslu á móti kostnaði foreldra vegna aksturs í félagsmiðstöð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir með niðurstöðu stjórnsýslunefndar en þó þannig að byggðaráð hvetur til að farin verði sú leið að bjóða upp á hvatagreiðslur í gegnum ÆskuRækt, vísað til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til úrvinnslu.

17.Frá stjórnsýslunefnd; vinnuhópur vegna fasteigna Eignasjóðs

Málsnúmer 201505108Vakta málsnúmer

Frestað.

18.Frá vinnuhóp árið 2014; "Er kynbundinn launamunur í Dalvíkurbyggð ?" - niðurstöður.

Málsnúmer 201401137Vakta málsnúmer

Frestað.

19.Samningur við Vinnuvernd um Trúnaðarlæknir; tillaga stjórnendafundar um uppsögn á þjónustunni.

Málsnúmer 201201040Vakta málsnúmer

Frestað.

Fundi slitið - kl. 16:10.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Varamaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs