Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Bakkavarnir við Svarfaðardalsá, ósk um viðauka.

Málsnúmer 201505118

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 735. fundur - 21.05.2015

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, bréf dagsett þann 19. maí 2015, þar sem óskað er eftir auknu framlagi sem nemur kr. 1.000.000 vegna bakkavarna við Svarfaðardalsá. Fram kemur að eftir að framkvæmdir hófust við brunnsvæði Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar í Svarfaðardal kom í ljós að verkið yrði umfangsmeira en gert var ráð fyrir. Sviðsstjóri leggur til að fært verði fjármagn frá lið í núverandi framkvæmdaáætlun sem nefndur er "Endurnýja lagnafyrirkomulag í kjallara á Bakkaeyrum".
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka og færslu um kr. 1.000.000 á milli verkefna.