Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Snjómokstur 2015; beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun.

Málsnúmer 201505077

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 735. fundur - 21.05.2015

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 12. maí 2015, þar sem hann vísar í stöðumat janúar- mars 2015 þar sem fram kemur að allir þeir fjármunir sem gert var ráð fyrir vegna snjómoksturs 2015 eru búnir. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs óskar því eftir kr. 12.000.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2015 á lið 10-60-4948.



Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti á fundinum að í fjárhagsáætlun 2015 er gert ráð fyrir kr. 14.888.0000 en þegar búið að bókað kr. 18.453.404 miðað við 21. maí 2015.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 8.400.000. Vísað á lið 10-60-4948 sem viðauki við fjárhagsáætlun 2015 og til lækkunar á handbært fé.

Umhverfisráð - 272. fundur - 04.12.2015

Til umræðu snjómokstur og gildandi samkomulag við Vegagerðina vegna helminga moksturs í sveitarfélaginu
Umhverfisráð áréttar að mikilvægt sé að endurskoða verklagsreglur Vegagerðarinnar "Framkvæmd vetrarþjónustu á helmingamoksturs vegum í Dalvíkurbyggð" og almenna skilgreiningu á flokkun vega 805-02 og 807-02 vegna breytinga á búsetu og aukins umferðarþunga.

Ráðið óskar eftir að fulltrúi Vegagerðarinnar verði boðaður á næsta fund ráðsins.

Byggðaráð - 761. fundur - 10.12.2015

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 8. desember 2015, þar sem fram kemur að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja má gera ráð fyrir að þeir fjármunir sem eftir eru á fjárhagsáætlun 2015 til snjómoksturs séu nánast uppurnir.



Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 10.000.000 á 10600-4948 vegna snjómoksturs í desember.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofagreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 10.000.000, vísað á lið 10600-4948 og til lækkunar á handbæru fé.

Byggðaráð óskar eftir greiningu og stöðu á kostnaði ársins 2015 vegna snjómoksturs fyrir næsta fund byggðaráðs.

Byggðaráð - 762. fundur - 17.12.2015

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri.



Á 761. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 8. desember 2015, þar sem fram kemur að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja má gera ráð fyrir að þeir fjármunir sem eftir eru á fjárhagsáætlun 2015 til snjómoksturs séu nánast uppurnir. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 10.000.000 á 10600-4948 vegna snjómoksturs í desember.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofagreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 10.000.000, vísað á lið 10600-4948 og til lækkunar á handbæru fé. Byggðaráð óskar eftir greiningu og stöðu á kostnaði ársins 2015 vegna snjómoksturs fyrir næsta fund byggðaráðs. "



Á fundinum fóru sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóri yfir greiningu þeirra og stöðu á kostnaði ársins 2015 vegna snjómoksturs og hálkuvarna.



Til umræðu ofangreint.



Valur vék af fundi kl. 13:40.
Lagt fram til kynningar.