Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

Málsnúmer 201505095

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 735. fundur - 21.05.2015

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 12. maí 2015, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna framfærslu og vegna launa fyrir fötluð ungmenni sem eru að vinna í sumar.



Vegna sumarvinnu fatlaðra framhaldsskólabarna, kr. 952.603.

Vegna fjárhagsaðstoðar, kr. 5.000.000. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að heimild vegna deildar 02-11 er kr. 7.798.200 en búið er að bóka kr. 7.051.259 miðað við 21. maí 2015.

Alls beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015; kr. 5.952.603.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar beiðnir um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 og að þessari hækkun sé mætt með lækkun á handbæru fé.