Fjárhagsáætlun 2016; Frá Magnúsi Ásgeiri Magnússyni; úrbætur í vegamálum ábúenda í Svæði

Málsnúmer 201509028

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 744. fundur - 03.09.2015

Tekið fyrir erindi frá ábúendum í Svæði, Magnúsi Á. Magnýssyni og Heiðu Hringsdóttur, bréf dagsett þann 1. september 2015, þar sem þau fara þess á leit við Dalvíkurbyggð að sveitarfélagið lagi heimreiðina að bænum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs í tengslum við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019.

Umhverfisráð - 268. fundur - 14.09.2015

Tekið fyrir erindi frá ábúendum í Svæði, Magnúsi Á. Magnýssyni og Heiðu Hringsdóttur, bréf dagsett þann 1. september 2015, þar sem þau fara þess á leit við Dalvíkurbyggð að sveitarfélagið lagi heimreiðina að bænum.
Umhverfisráð þakka Heiðu og Magnúsi innsent erindi og felur sviðsstjóra að gera kostnaðaráætlun fyrir verkið. Ráðið sér þó ekki að hægt verði að verða við þessu erindi við gerð fjárhagsáætlunar 2016, en gerir sér grein fyrir að verkefnið er þarft á næstu 2-3 árum.

Byggðaráð - 746. fundur - 17.09.2015

Á 268. fundi umhverfisráðs þann 14. september 2015 var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Umhverfisráð þakka Heiðu og Magnúsi innsent erindi og felur sviðsstjóra að gera kostnaðaráætlun fyrir verkið. Ráðið sér þó ekki að hægt verði að verða við þessu erindi við gerð fjárhagsáætlunar 2016, en gerir sér grein fyrir að verkefnið er þarft á næstu 2-3 árum. "

Lagt fram til kynningar.