Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015; Heimilisþjónusta

Málsnúmer 201509118

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 746. fundur - 17.09.2015

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálsviðs, dagsett þann 15. september 2015, þar sem fram kemur að á fundi félagsmálaráðs þann 8. september 2015 var fjallað um málefni heimilisþjónustu og var félagsmálastjóra falið að sækja um viðbótar stöðuhlutfall til byggðaráðs svo að hægt sé að veita öllum þjónustu en 8 heimili eru nú á biðlista. Óskað er eftir heimild til að ráða í 50% viðbótarstöðuhlutfall. Kostnaður vegna þessa fyrir september - desember 2015 er áætlaður kr. 997.601 - laun og launatengd gjöld.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka á deild 02150, kostnaður kemur til lækkunar handbæru fé.